Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 12
12
að skírskota til. Dæmigerða lýsingu á þessari staðsetningu má sjá hjá danska
stjórnmálamanninum Orla Lehmann árið 1832 þegar hann í umfjöllun
um rit Baldvins Einarssonar (1801–1833) um endurreisn Alþingis spyrðir
saman Ísland og Danmörku. Í eftirfarandi tilvitnun, þar sem Orla Lehmann
leggur áherslu á menningarsögulegt gildi Íslands fyrir Danmörku, koma
fram áhugaverðar hugmyndir um tíma og rými: „Hin volduga hönd sið-
menningarinnar hefur máð burt nærri öll ummerki fornaldar og alls lífs
sem þá bærðist. En sem frosinn fastur á milli fjarlægra ísfjalla í skjóli fyrir
umbrotum tímans, hélst hreinleikinn allt að því óbreyttur á Íslandi, þar
sjáum við fornöld sem lifir, lýsandi mynd af liðinni tíð – íslenska þjóðin
hlýtur því að standa hjarta allra Skandinava nær, og í persónueinkennum,
líferni og siðum núlifandi Íslendinga getum við með vissu greint merki
um okkar fornaldarútlit, sem við árangurslaust gætum leitað í ævafornum
horfnum rústum eða lífvana annálum.“13 Hér birtist Ísland sem verðmæti
vegna heterókrónískra eiginleika sinna.14 Doreen Massey hefur sett fram
yfirgripsmikla gagnrýni á þau evrópumiðuðu rök, sem öldum saman hafa
einkennt vestrænar hugmyndir um tímann.15 Heimssýn heimsvaldastefn-
unnar byggir á því sem er „fremst“ og „þróaðast“.16 Samkvæmt Massey
höfum við afstýrt raunverulegri ögrun annarra menningarheima gagnvart
hugsunarhætti okkar, með því að skírskota til tengsla við fyrri menningar-
stig.17
Frá því í byrjun tuttugustu aldar má finna forvitnilegt dæmi þess að
sú afstaða Dana að Ísland sé trygging fyrir menningararfi í danska rík-
inu afhjúpi sársaukann sem fylgir því á tíma heimsvaldastefnu að tengj-
13 Umfjöllun um Om de danske Provindstalstænder med specielt hensyn paa Island (B. Ein-
arsson) eftir Orla Lehmann í Maanedskrift for Litteratur, vol. 7 (1832), bls. 524. Á
frummálinu: „Civilisationens mægtige Haand har nedpløiet næsten ethvert Spor af
Oldtidens Liv og af Alt, hvad der rørte sig i det. Men ligesom indefrosset mellem
hine fjerne Iisfjelde, hvorhen Tidens Storme ei Naaede, veligeholdt det sig i næsten
uforandret Reenhed paa Island, saa at vi i det see en levende Oldtid, et Talende
Billede af Fortidens Liv – Derfor maa det islandske Folk være hver Skandinaver
kjært, og vi ville i de nuværende Islænderes Characteer, Levemaade og Sædvaner
vist kunne finde Træk af vor Oldtids Physiognomie, som vi forgjæves ville søge i
vor Hedenolds hensmuldrede Ruiner eller livløse Annaler.“
14 Sjá nánar um sjónarmiðið hjá Gunnari Karlssyni, Iceland’s 1100 years history of a
marginal society, London: C. Hurst & Co. (pub.) Ltd., 2000.
15 Doreen Massey, For space, London, Thousand Oaks, New Delhi: Sage publications,
2005.
16 Sama heimild, bls. 5.
17 Sama heimild, bls. 8.
ANN-SOFIE NIELSEN GREMAUD