Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 40

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 40
40 hin skringilegu dýr og fiskar, sem á síðari árum hefur verið sleppt út úr örk þeirri, sem nefnd er „hin konunglega danska postulínsverksmiðja“ í Kaupmannahöfn“.25 Greinarhöfundur gerir mikið úr ágæti og sérstöðu danska postulínsins en meginhluti greinarinnar segir frá kynnisferð í verk- smiðjurnar eftir að hann hafði komist að raun um hversu áfjáðir Parísarbúar voru í framleiðsluna. Vinsældirnar voru raunar ekki bundnar við „borg tízkunnar“ að sögn höfundarins, því góður orðstír danska postulínsins hafði borist víða og eftirspurnin var mikil, ekki einungis meðal Frakka heldur einnig í Englandi, Þýskalandi og Rússlandi.26 Ósennilegt verður að teljast að postulínshundar hafi prýtt heimili margra Íslendinga fyrir aldamótin 1900 nema þá helst sem stofustáss í híbýlum góðborgara. Sjálfstæðishetjan Jón Sigurðsson og eiginkona hans Ingibjörg Einarsdóttir áttu slíkan hund27 og annan var að finna á heimili Valtýs Guðmundssonar og önnu Jóhannsdóttur sem bjuggu við Amagerbrogade í Kaupmannahöfn. Auk þess að vera alþingismaður var Valtýr dósent í íslenskri sögu og bókmenntum við Hafnarháskóla og má því ætla að hann hafi búið að því menningarauðmagni sem fylgdi samfélagslegri stöðu hans. Til er lýsing Huldu Á. Stefánsdóttur, síðar skólastjóra, á heimilinu þar sem hún dvaldi um skeið árið 1916. Anna var þá fallin frá fyrir alllöngu. Í endurminningum sínum segir Hulda: „Í skrifstofunni var stór gifsmynd, brjóstmynd af Jóni Sigurðssyni. Þá voru þarna uppi við nokkrar myndir. […] Síðast en ekki síst skal getið þess gripsins, sem kunnastur er, en það var mikill postulínshundur, sem þau hjónin höfðu fengið í brúðargjöf [árið 1889]. Þetta er tvímælalaust frægasti postulínshundur Íslandssögunnar.“28 Frægð hundsins má helst rekja til Alþingisrímnanna sem ortar voru um aldamótin 1900 um það leyti sem Valtýr var mjög áberandi í stjórnmálalífi landsins. Þar segir: Stóð á ofni hundsmynd hátt í herberginu, hafði gull á hvítu trýni; hundurinn var úr postulíni.29 25 Ísland 17. september 1889, bls. 142. 26 Sama heimild. 27 Páll Björnsson, Jón forseti allur? Táknmyndir þjóðhetju frá andláti til samtíðar, Reykja- vík: Sögufélag, 2011, bls. 63. 28 Hulda Á. Stefánsdóttir, Minningar Huldu Á. Stefánsdóttur, II. bindi, Æska, Reykja- vík: örn og örlygur, 1986, bls. 164–165. 29 Alþingisrímur 1899–1901, Vilhjálmur Þ. Gíslason sá um útgáfuna, Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1951, bls. 15. ÓlAfuR RAStRick
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.