Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 52

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 52
52 unni við óblíðar aðstæður. Margt er afar hnýsilegt í framsetningu Sigurðar sem einkennist öðrum þræði af rómantískri upphafningu á náttúrunni og hættum hennar, hinu óþekkta, afskekkta og hrjóstruga. Í textanum verður þessi heimur sandanna austan óbrúaðra og illfærra fljóta nýr fyrir augum hans, framandi, fagur og áhugaverður sem andstæða borgarinnar. Í stór- brotnu landslagi öræfanna býr saga þjóðarinnar og sögurnar, „sömu and- stæður grimmdar og mildi sem í skapi Hildigunnar og Flosa“ (218). Fólkið í þessum tröllabyggðum er „myndarmenn, mannborlegir og koma vel fyrir, eðlilegir og alúðlegir í viðmóti, lausir við allan útkjálkabrag“ (219). Höfundi þykir þetta fólk ekkert hafa að sækja í kösina í borginni, eins og hann segir, og það væri glapræði að leggja strjálar byggðir landsins í eyði: „Það sem gerir, að Íslendingar eru ekki í reyndinni sú kotþjóð, sem þeir eru að höfðatölu, er einmitt landið, strjálbyggðin og víðáttan. Það væri óhugsandi, að svo fámennur flokkur gæti myndað sérstaka og sjálfstæða þjóð, ef hann væri hnepptur saman á svolítilli frjósamri og þaulræktaðri pönnuköku“ (222). Í kjölfarið ber Sigurður saman tvo unglinga, annars vegar mjólkurpóst úr nágrenni Reykjavíkur sem er í „einhverju hlutleysis- ástandi“ uppi á kerru sinni, sljór út af vélrænum vanaganginum, afskiptur af umhverfi sínu sem hann skynjar sjálfur dautt, og hins vegar jafnaldra hans í Svínafelli sem lifir í fullkomnu samræmi við náttúruna og eflist við hverja raun sem hún færir honum (223–224). Þessir tveir ólíku heimar verða tákn um söguleg tímamót og boðskapur Sigurðar er sá að þjóðin megi ekki glata tengslum sínum við landið og fortíðina. Þótt „borgarmenning bjóði ríkari þroskakosti en sveitalíf“ þá verði þjóðin að varast að veslast upp í „umbúðum nútíma-tækninnar“ (225). Rómantíska þjóðernisorðræðan sem Sigurður beitir fyrir sig í grein- inni er vissulega hluti af hugmyndafræði sjálfstæðisbaráttunnar – að þjóðin megi ekki glata einkennum sínum, gleyma uppruna sínum – en hana má líka skoða sem táknrænt andóf gegn – og kannski ekki síður dempun á – áhrifum nútímavæðingar, tæknihyggju og fjöldamenningar þess borgar(a)- samfélags sem augljóslega stefndi í að yrði að veruleika á Íslandi.8 Að því 8 Kristján B. Jónasson segir að greinin sé rituð í þeim tilgangi „að upphefja hug- myndafræði sem ætlað var að lægja rísandi bárur stéttarátaka og milda áhrif fjöldamenningar og nútímavæðingar“. Jafnframt segir hann að Nordal hafi lesið í menninguna „með það fyrir augum að ala á raunverulegri fjölbreytni innan hennar sjálfrar“. Sjá Kristján B. Jónasson, „Í miðjum straumi menningar“, Morgunblaðið (Bækur) 16. desember 1997, bls. 8. Hér er tekið undir fyrri fullyrðinguna en sú síðari er að minnsta kosti umdeilanleg eins og sjá má í eftirfarandi umfjöllun. ÞRöStuR HelGASoN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.