Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Qupperneq 52
52
unni við óblíðar aðstæður. Margt er afar hnýsilegt í framsetningu Sigurðar
sem einkennist öðrum þræði af rómantískri upphafningu á náttúrunni og
hættum hennar, hinu óþekkta, afskekkta og hrjóstruga. Í textanum verður
þessi heimur sandanna austan óbrúaðra og illfærra fljóta nýr fyrir augum
hans, framandi, fagur og áhugaverður sem andstæða borgarinnar. Í stór-
brotnu landslagi öræfanna býr saga þjóðarinnar og sögurnar, „sömu and-
stæður grimmdar og mildi sem í skapi Hildigunnar og Flosa“ (218). Fólkið
í þessum tröllabyggðum er „myndarmenn, mannborlegir og koma vel
fyrir, eðlilegir og alúðlegir í viðmóti, lausir við allan útkjálkabrag“ (219).
Höfundi þykir þetta fólk ekkert hafa að sækja í kösina í borginni, eins og
hann segir, og það væri glapræði að leggja strjálar byggðir landsins í eyði:
„Það sem gerir, að Íslendingar eru ekki í reyndinni sú kotþjóð, sem þeir
eru að höfðatölu, er einmitt landið, strjálbyggðin og víðáttan. Það væri
óhugsandi, að svo fámennur flokkur gæti myndað sérstaka og sjálfstæða
þjóð, ef hann væri hnepptur saman á svolítilli frjósamri og þaulræktaðri
pönnuköku“ (222). Í kjölfarið ber Sigurður saman tvo unglinga, annars
vegar mjólkurpóst úr nágrenni Reykjavíkur sem er í „einhverju hlutleysis-
ástandi“ uppi á kerru sinni, sljór út af vélrænum vanaganginum, afskiptur af
umhverfi sínu sem hann skynjar sjálfur dautt, og hins vegar jafnaldra hans
í Svínafelli sem lifir í fullkomnu samræmi við náttúruna og eflist við hverja
raun sem hún færir honum (223–224). Þessir tveir ólíku heimar verða tákn
um söguleg tímamót og boðskapur Sigurðar er sá að þjóðin megi ekki
glata tengslum sínum við landið og fortíðina. Þótt „borgarmenning bjóði
ríkari þroskakosti en sveitalíf“ þá verði þjóðin að varast að veslast upp í
„umbúðum nútíma-tækninnar“ (225).
Rómantíska þjóðernisorðræðan sem Sigurður beitir fyrir sig í grein-
inni er vissulega hluti af hugmyndafræði sjálfstæðisbaráttunnar – að þjóðin
megi ekki glata einkennum sínum, gleyma uppruna sínum – en hana má
líka skoða sem táknrænt andóf gegn – og kannski ekki síður dempun á –
áhrifum nútímavæðingar, tæknihyggju og fjöldamenningar þess borgar(a)-
samfélags sem augljóslega stefndi í að yrði að veruleika á Íslandi.8 Að því
8 Kristján B. Jónasson segir að greinin sé rituð í þeim tilgangi „að upphefja hug-
myndafræði sem ætlað var að lægja rísandi bárur stéttarátaka og milda áhrif
fjöldamenningar og nútímavæðingar“. Jafnframt segir hann að Nordal hafi lesið í
menninguna „með það fyrir augum að ala á raunverulegri fjölbreytni innan hennar
sjálfrar“. Sjá Kristján B. Jónasson, „Í miðjum straumi menningar“, Morgunblaðið
(Bækur) 16. desember 1997, bls. 8. Hér er tekið undir fyrri fullyrðinguna en sú
síðari er að minnsta kosti umdeilanleg eins og sjá má í eftirfarandi umfjöllun.
ÞRöStuR HelGASoN