Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 179
179
leika, samsama sig í dagdraumum einhverjum þeirra sem hefur verið
úthlutaður hæfilegur og skýrt skilgreindur leikvangur til að veita þessum
kenndum útrás. Og þessi útrás á kenndum sem felst í að horfa eða jafnvel
hlusta á, til dæmis útvarpslýsingar, er einkar dæmigerð fyrir hið siðmennt-
aða þjóðfélag. Þetta hefur áhrif á þróun bókmennta og leikhúss og er
afgerandi þáttur í því hlutverki sem kvikmyndir gegna á okkar tímum.
Þessi umbreyting á birtingarmyndum nautnarinnar, sem upphaflega var
virk og oft og tíðum herská en varð með tímanum að óvirkri og siðaðri
nautn áhorfsins, eða nautn augans, gegnir þegar mikilvægu hlutverki í
uppeldi og félagsmótun ungs fólks.
Í útgáfu La Salles á „Civilité“ frá 1774 stendur til að mynda:
„Börn njóta þess að snerta með höndunum föt og annað sem þeim
líkar. Nauðsynlegt er að venja þau af þessum ósið og kenna þeim að láta sér
nægja að horfa í stað þess að snerta.“30
Í seinni tíð hefur þetta orðið að nærri sjálfsagðri uppeldisreglu. Það er
afar einkennandi fyrir hinn siðmenntaða mann að honum sé meinað með
sjálfsögun sem er af félagslegum toga að snerta að ófyrirsynju á einhverju
sem hann þráir, elskar eða hatar. öll mótun látæðis hans – burtséð frá því
hversu ólík hún getur verið á meðal einstakra vestrænna þjóða – er á afger-
andi hátt ákvörðuð af þessari nauðsyn.
Framar í þessu verki var því lýst hvernig notkun þefskynsins, hneigðin
til að lykta af mat eða einhverju öðru, hefur verið hamin í þróunarferli sið-
menningarinnar, sem eitthvað dýrslegt. Hér má sjá dæmi um slíka fram-
vindu, þegar annað skilningarvit – augað – öðlaðist einstætt gildi í hinu
siðmenntaða þjóðfélagi. Líkt og eyrað – og mögulega enn fremur en það
– verður augað að miðli nautnarinnar. Og það kemur einmitt til af því að
milliliðalausri fullnægingu nautnafýsnarinnar er hamlað með óteljandi
boðum og bönnum í hinu siðmenntaða þjóðfélagi.
Innan þessarar færslu frá beinni þátttöku til áhorfs má þó einnig finna
greinilega hneigð í átt til stillingar og mannúðlegrar umbreytingar kennd-
anna. Til að mynda eru hnefaleikar, svo dæmi sé nefnt, einkar hófstillt
holdgerving hinnar umbreyttu árásar- og grimmdarhneigðar miðað við
lystisemdir augans fyrr á tímum.
Þetta má skýra með dæmi frá 16. öld. Það er gripið úr gnótt af öðrum
dæmum því það er holdgerving þessarar fullnægingar grimmdarinnar sem
30 J.-B. de La Salle, Les règles de la bienséance et de la civilité chrétienne, Rouen, 1774,
bls. 23.
AF ÁRÁSARGIRNINNI OG UMBREYTINGUM HENNAR