Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 50
50
gerast talsvert seinna – hugsanlega ekki fyrr en með almennri bókmennta-
sögu sem kennslugrein við Háskóla Íslands árið 19713 – en aðdragandinn
er afar upplýsandi um menningarpólitísk átök allt frá þriðja áratugnum og
fram á þann sjötta. Þar kemur nýrýnin raunar við sögu, þó eilítið seinna
sé en í Bretlandi og Bandaríkjunum, en líklega ruddi Kristján Karlsson (f.
1922) brautina með bókmenntaskrifum í anda hennar á sjötta áratugnum.
Forvitnilegt er að líta til Sigurðar Nordals (1886–1974) í þessu sam-
bandi, upphafsmanns íslenska skólans og eins áhrifamesta bókmennta-
fræðings og rithöfundar síðustu aldar. Viðhorf hans til bókmennta og sögu
á um það bil aldarfjórðungstímabili sýna glögglega þversagnirnar sem ein-
kenndu menningarvettvanginn hérlendis. Í þessari sögu kemur tímaritið
Vaka, sem Nordal stofnaði ásamt fleiri menntamönnum árið 1927, nokkuð
við sögu en það kallast á við tímaritið Vaka sem stofnað var réttum 25
árum seinna. Það sama ár, 1952, skrifaði Sigfús Daðason (1928–1996)
fræga grein sína „Til varnar skáldskapnum“ í Tímarit Máls og menningar
en í henni kemur fram, líkt og í Vaka, ákveðin þörf nýrrar kynslóðar til að
taka afstöðu til þess sem þá var orðið menningarveldi Sigurðar Nordals. Í
ljósi bókmenntaskrifa hans, viðbragðanna við þeim og ólíkrar virkni Vöku
og Vaka í íslenskri menningarsögu verður í lok greinar sett fram tilgáta um
það hvers vegna módernisminn átti ekki upp á pallborðið hérlendis fyrr en
eftir lýðveldisstofnun.
„blessun einangrunarinnar“
Vésteinn Ólason hefur bent á að um svipað leyti og Sigurður verður pró-
fessor við Háskóla Íslands árið 1918 víkur hann frá pósitívískri aðferða-
fræði fílólógíunnar sem mótast hafði við evrópska háskóla á nítjándu öld
og hann hafði beitt, til dæmis í doktorsritgerð sinni Om Olav den helliges
3 Kennslugreinin varð að skor í almennri bókmenntafræði haustið 1978. Helga
Kress telur nafnbreytinguna til vitnis um áherslubreytingu í bókmenntakennslu
og bókmenntarannsóknum, frá samanburðarrannsóknum til aukinnar áherslu á
bókmenntakenningar, skilgreiningu hugtaka, greiningu og túlkun. Sjá Helgu Kress,
„Mikið skáld og hámenntaður maður. Íslenski skólinn í íslenskri bókmenntafræði“,
Speglanir. Konur í íslenskri bókmenntahefð og bókmenntasögu, Reykjavík: Háskóli Ís-
lands, Rannsóknastofnun í kvennafræðum, 2000, bls. 385–399, hér bls. 385. Fljótt
á litið virðast áhrif nýrýninnar á bókmenntaskilning landsmanna ekki hafa verið
jafn umfangsmikil og íslenska skólans, en jafn ljóst virðist að hinar nýju áherslur
í bókmenntakennslu við Háskóla Íslands sýni að innan meginstofnunar íslenskra
bókmenntafræða hafi viðhorf verið að breytast.
ÞRöStuR HelGASoN