Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 44
44
kynni við erlenda fjöldaframleiðslu. Í Vísi árið 1927 lýsti „Andvari“ heldur
óskemmtilegri reynslu af heimsókn sinni á „efnaheimili í sveit“.
Í stofunni voru, að almennri venju, tveir postulínshundar á dragkist-
unni og nokkur leirglös. – Í glösunum var mikið af útlendum punt-
stráum og fáeinar stélfjaðrir af páfugli. – Eg kom líka í hjallinn. Þar
lá gömul, útskorin rúmfjöl milli bita, og á hana var raðað miklum
forða af saltaðri grásleppu. – Á gólfinu lágu reiðingar. – Tveir þeirra
voru fóðraðir gömlu glitklæði.38
Raunar má segja að þessi andstæðumynd sé til vitnis um innreið rúmfjala
og glitklæða inn í orðræðu um íslenskan menningararf. Eins og sænski
þjóðfræðingurinn Barbro Klein hefur bent á er hugmyndin um menn-
ingararf nátengd siðferðilegri kröfu um varðveislu muna og hátta sem í
einhverjum skilningi eru í útrýmingarhættu. Menn uppgötva gjarnan eitt-
hvert fyrirbæri sem menningararf einmitt á því augnabliki sem þeir álíta
síðustu forvöð að bjarga arfinum frá glötun.39 Myndin sem dregin var upp
af yfirvofandi eyðileggingu fjalarinnar og klæðanna sýndi jafnframt fram
á að gamalt íslenskt handverk væri fágæti í þeim skilningi að þetta væru
munir sem þeir sem bæru skynbragð á fagurfræði- og menningarlegt gildi
slíkra hluta myndu leggja sig eftir. Misjafn virðingarsess fjalarinnar og
klæðanna annars vegar og hundanna og puntstráanna hins vegar staðfesti
þannig, í öllu falli í huga samfélagsrýnisins, stórlega brenglað verðmæta-
mat forráðamanna efnaheimilisins.
Í grein sinni rakti Þorkell dæmi sem hann sagði „benda til þess, að
myndlist [og] útskurður, hafi verið algeng híbýlaprýði hér á landi“ á fyrri
tíð. Verkefni íslenskrar menningarsagnfræði væri þannig að uppgötva,
rannsaka og hefja þennan arf til vegs og virðingar. Þótt verkefnið væri ekki
árennilegt gáfu rannsóknir Matthíasar Þórðarsonar og fleiri á íslenskri
myndlistarhefð góðar vonir um að hægt væri að endurheimta þekkingu
á þeim meistaraverkum sem sagnfræðingurinn taldi víst að falin væru í
íslenskri fortíð til viðbótar við handritin:
Skáld vor og sagnamenn sýna að vísu hvar íslenzk list og íslenzk
menning nær hæst. En mjög væri fávíslegt að ætla að slíkri hæð yrði
38 Vísir 4. janúar 1927.
39 Sjá Valdimar Tr. Hafstein, „Heimurinn er að sökkva“ [Viðtal við Barbro Klein],
Lesbók Morgunblaðsins 29. nóvember 2003, bls. 6.
ÓlAfuR RAStRick