Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 13
13
ast upprunalegu menningarstigi. Árið 1905 var haldin sýning í Tívolí í
Kaupmannahöfn þar sem manneskjur, híbýli og hefðbundnir lífshættir
og listiðn frá dönsku nýlendunum voru til sýnis fyrir almenning. Áður en
sýningin hófst spunnust áhugaverðar umræður á milli Íslendinga og Dana
um hlutverk Íslands á sýningunni, en á vissan hátt snerust þær um virð-
ingu og stöðu í alþjóðlegu valdakerfi. Í fyrirhuguðu heiti sýningarinnar,
Dönsk nýlendusýning (Dansk Koloniudstilling), var ekki gerður greinarmunur
á Vestur-Indíum, Grænlandi, Færeyjum og Íslandi. Uppspretta mótmæla
íslenskra stúdentafélaga bæði í Kaupmannahöfn og Reykjavík var sú að
þessum landsvæðum skyldi stillt upp hlið við hlið án nokkurs greinarmun-
ar. Í grein sinni Af reiðum Íslendingum bendir Jón Yngvi Jóhannsson bók-
menntafræðingur á það að rök Íslendinga fyrir skýrari greinarmun á lönd-
unum voru af ríkisréttarlegum, menningarlegum og kynþáttalegum toga.
Í mótmælum Íslendinga birtist hin ríkjandi tvenndarhugsun, þar sem nátt-
úru er stillt upp sem andstæðu siðmenningar: „Okkur er kunnugt um, að
þar [í Tívolí] eigi aðallega að sýna ýmsar náttúruþjóðir, sem aðskilja sig frá
menningarþjóðum á einn eða annan hátt. Í þetta skiptið stendur til að sýna
negra og eskimóa við okkar hlið. Þetta þykir okkur vanvirða við menningu
okkar og þjóðerni.“18 Jón Yngvi Jóhannsson bendir í niðurstöðu sinni
á það að óánægja Íslendinga hafi verið vegna þess að þeir kröfðust betri
staðsetningar í ríkjandi valdamynstri, en innan þess var enn neikvæður
aukahljómur tengdur hinu upprunalega eða náttúrulega, sem beindist að
hinu frumstæða: „[...] það er rétt að veita því athygli að hvorki hér né ann-
ars staðar amast Íslendingar við því að „náttúruþjóðir“ séu hafðar til sýnis,
siðmenntuðu fólki til fræðslu og skemmtunar. Þeir draga aldrei í efa línuna
milli siðmenningar og villimennsku, milli okkar og hinna. Deilan snýst um
það hvar Ísland eigi heima, hversu þróað íslenskt þjóðerni sé,“ segir Jón
Yngvi.19
Kenning mannfræðingsins Michaels Herzfeld um dul-lendur varpar
ljósi á staðsetningu Íslands á sýningunni sem ný lendu handan hafs með
18 Tilvitnun í grein Jóns Yngva Jóhannssonar, „Af reiðum Íslendingum“, ritstj.
Sverrir Jakobsson, Jón Yngvi Jóhannsson og Kolbeinn Óttarsson Proppé, Þjóðerni
í þúsund ár?, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2003, bls. 140. Greinin birtist í Politiken
28. desember 1904. Á frummálinu: „Det er os bekendt, at man dér [i Tivoli]
fortrinsvis fremviser forskellige Naturfolk, der i en eller flere Henseender adskiller
sig fra almindelige Kulturnationer. Denne Gang agter man at fremvise Negere og
Eskimoer sammen med os. Dette anser vi for nedværdigende for vor Kultur og
vor Nationalitet.“
19 Jón Yngvi Jóhannsson, „Af reiðum Íslendingum“, bls. 140.
ÍSLAND SEM RýMI ANNARLEIKANS