Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 138
138
sér stað (DS 135, 471). Svo virðist sem þríleik Ólafs Jóhanns Sigurðssonar
ljúki á spurningum án svara og endurtekningum á meðan sögumaður at-
hugar klofinn heim og kvíði og blygðun gera enn vart við sig.
Eins og Saul Friedlander hefur sýnt fram á bjóða trámatextar sjaldn-
ast upp á niðurstöðu.46 Endurtekningar þessara texta geta verið tákn um
trámatískt þrátefli sem er afleiðing óafturkræfs missis en þær gera fjarveru
sýnilega, eins og Richard Terdiman hefur bent á.47 Þrátt fyrir játningaferl-
ið óttast Páll að týnast eða hverfa í lok verksins:
Geigur þessi er í því fólginn, að ég kunni að hverfa fyrirvaralaust,
týnast úr tölu lifenda áður en ég fái gegnt skyldum mínum, verða
hrifsaður burt í einu vetfangi, þurrkaður svo rækilega af jörðinni, að
mín sjái hvergi stað og öngvar leifar af mér finnist. (DS 591–592)
Enn virðist Páli um megn að stroka út fortíðina, öðlast frelsi, endurfæðast,
enda er hann orðinn sannfærður um að menn geti ekki hreinsast.
En ef til vill á að skoða þessar 1250 blaðsíður sem byrjun frekar en
úrlausn. Á þeim tíma sem þær voru skrifaðar var kalda stríðinu ólokið og
Bandaríkjaher ófarinn og því ekki enn hægt að fara að vinna úr hinum
trámatísku atburðum. Það má líta svo á að þegar Páll skrifar endurminn-
ingar sínar sé hann að byrja að horfast í augu við rof í minninu, hann
er hættur að snúa frá því og berst við að viðurkenna og skilja eyðurnar
í minningunum og ber upp spurningar um ábyrgð og sekt. „Losun“ (e.
acting out) er andstæða úrvinnslu og einkennist hún einmitt af endurtekn-
ingu og stöðnun. Í fyrirlestri sínum um hælisleitendur útskýrir Sigrún
Sigurðardóttir hvernig sá sem er fastur í þessu ferli rifjar í sífellu upp það
sem gerðist án þess að ná að festa hendur á hinum trámatíska atburði, til
þess að fara að setja hann í samhengi og finna honum stað í reynslunni eins
og gerist í úrvinnslunni.48 Páll eldri er greinilega enn fastur í losuninni í
lok þríleiksins. En bandaríski sagnfræðingurinn Dominick LaCapra hefur
gefið til kynna að losun geti líka verið upphafsskref í því ferli að umbreyta
lamandi valdi minninganna: hún geri mann meðvitaðan um hvað það er
sem þarf að vinna úr.49
46 Saul Friedlander, „Trauma, Transference and ‚Working-Through‘: Writing the
History of the Shoah“, History and Memory 4/1992, bls. 53.
47 Present Past, bls. 108.
48 „Af ástæðuríkum ótta. Konur sem hælisleitendur“, hádegisfyrirlestur á vegum
RIKK, fluttur í öskju, Háskóla Íslands, 24. febrúar 2011.
49 Peter Middleton og Tim Woods, Literatures of memory, bls. 108–09.
dAiSy NeijmANN