Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 151
151
Lítill drengur vill fara til ömmu og hleypur af stað án umhugsunar.
Hleypur. Dettur. Sprettur upp og hleypur aftur. En túnið er stórt.
Túnið teygir úr sér. Túnið vefst fyrir fótum hans, veltir honum kylli-
flötum, meiðir hann í andlitið og lófana. Túnið er skyndilega orðið
endalaust. ömmubær týndur. Mömmubær óraleiðir í burtu. (39)
Lýsingar á hlutum og atburðum eru hér miðaðar við ferska skynjun barns-
ins en þó er túlkun hins fullorðna sögumanns ávallt nærri. Til dæmis er
sagt frá myrkraheiminum í huga drengsins, hann sér alls kyns verur og
norn „stígur fram fullsköpuð og býr um sig í huga lítils drengs til þess að
vera persónugervingur grimmdarþorstans í veröld hans“ (46). Bæjardalsáin
er ásamt myrkraheiminum það sem drengurinn hræðist í annars örugg-
um heimi, hann er hræddur um að detta út í en um leið er straumurinn
heillandi.
Eftir því sem drengurinn eldist, þroskast og áttar sig betur á heiminum
kynnist lesandinn unga manninum á sama hátt og litla drengnum sem
komst ekki yfir túnið. Pétur er hvatvís, heillast af Herði frænda sínum,
sem er mikill kommúnisti, og vill hjálpa Herði og félögum hans að skapa
nýjan heim. Hann vill ekki taka þátt í auðvaldssamfélaginu en hugsjón
hans fellur um sjálfa sig þegar hann flytur í bæinn. Ungi maðurinn kynnist
líka kvenfólki og ástinni í fyrsta skipti: „Maður er ekki einn framar, hvergi
er maður einn. Vill ekki vera einn. Kona er þar og fyllir veröldina. Maður
verður að höndla leynd hennar, eignast hana, njóta hennar, svo að allt
verði fullkomnað sem áður var skapað“ (147–148).
Það sem vekur sérstaka athygli í þessum endurlitsköflum er tíð notk-
un nafnorðanna drengur og maður í stað 3. persónu fornafnsins hann en
nafn Péturs er aldrei nefnt þótt greinilega sé verið að segja frá lífi hans.
Orðanotkunin breytist eftir því sem drengurinn eldist, fyrst er sagt lítill
drengur, þá drengur, svo lítill maður og loks ungur maður. Þannig er lesand-
inn leiddur í gegnum bernsku og unglingsár Péturs, honum er alltaf ljóst
hvað persónan er um það bil gömul án þess að það sé sagt berum orðum.
Þegar sagðar eru sögur af fólki eru þær yfirleitt um tiltekna einstaklinga
og því er notaður ákveðinn greinir eða persónufornafn sem vísar til per-
sónunnar sem í hlut á, svo sem hann, drengurinn eða maðurinn. Í Lifandi
vatninu – – – eru orðin aftur á móti notuð án greinis, nánast eins og um
óákveðin fornöfn væri að ræða, og það gefur textanum almennari blæ.
Þessi frásagnaraðferð er afar sérstök en hvorki Fludernik né Richardson
„FORM OG STÍLL öRÐUGT VIÐFANGS“