Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 167
167
samhæfingu og samvinnu einstaklinganna. Hún er takmörkuð og beisluð
af óteljandi boðum og bönnum sem hafa tekið á sig mynd sjálfshömlunar.
Hún er jafn umbreytt, „fáguð“, „siðmenntuð“ og allar aðrar birtingar-
myndir nautnarinnar. Aðeins í draumi eða í einstaka tilvikum, sem við
afgreiðum sem sjúkdómseinkenni, nær milliliðalaus og taumlaus kraftur
hennar enn að brjótast fram.
Á þessum leikvelli kenndanna, á sviðinu þar sem óvinir mætast og tak-
ast á í návígi, á sér stað sama sögulega umbreytingin og annars staðar. Einu
gildir hvar á þessu ummyndunarskeiði miðaldirnar liggja, hér nægir að
ganga út frá stöðu veraldlegu yfirstéttarinnar á því tímabili, hermanna-
stéttarinnar, að leiða okkur þessa þróun nokkuð skýrt fyrir sjónir. Á mið-
öldum kann útrás kenndanna í bardögum ekki að hafa verið alveg eins
óhamin og á upphafsskeiði þjóðflutninganna. Frá sjónarhorni síðari tíma
var hún þó full frjálsleg og óbeisluð. Eftir lok miðalda laut grimmdin,
löngunin til að tortíma og níðast á öðrum, engu síður en staðfesting lík-
amlegra yfirburða í sívaxandi mæli sterkri samfélagslegri stjórn sem átti sér
kjölfestu í ríkisvaldinu. Smám saman birtast allar þessar gerðir nautnarinn-
ar, sem óttinn við að hún umhverfist heldur í skefjum, aðeins óbeint í „fág-
aðri“ eða „kænni“ mynd. Það er aðeins á tímum samfélagslegs umróts eða
þegar taumhald samfélagsins er minna, eins og til dæmis á nýlendusvæð-
um, sem hvatirnar brjótast út með óvægnari og hamslausari hætti og eru
síður sveipaðar blygðun og skömm.
2. Lífið í samfélagi miðalda stefndi í gagnstæða átt. Gripdeildir, bar-
dagar, manna- og dýraveiðar – allt þetta var hluti af þeirri lífsbaráttu sem
beið manna í þessari samfélagsgerð. Og þar af leiðandi taldist þetta einnig
til lífsnautna hinna valdamiklu og sterku.
„Ég segi yður“, stendur skrifað í stríðsóði sem eignaður er mansöngv-
aranum Bertran de Born, „að ég nýt aldrei jafn mikið matar, drykkjar og
svefns og þegar ég heyri hrópað beggja megin víglínunnar: „Áfram!“,
þegar ég heyri mannlaus hrossin hneggja í forsælunni, þegar ég heyri
hrópað: „Hjálp! Hjálp!“, þegar ég sé stóra og smáa falla í grasið hjá virkis-
gröfunum og líkin sem hafa verið stungin með spjótum skreyttum gunn-
fánum.“13
Nautnarinnar að lifa, borða, drekka og sofa verður aðeins vart þegar
stríðsæsingurinn er í augsýn: hinir látnu með banvæn spjótin í sundurrist-
um kviðnum, hneggjandi hrossin sem misst hafa húsbónda sinn, hrópin:
13 A. Luchaire, La société française au temps de Philippe-Auguste, París, 1909, bls. 273.
AF ÁRÁSARGIRNINNI OG UMBREYTINGUM HENNAR