Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 120
120
að halda í hana eins fast og þeir geta. Nútíminn verður fyrir ágangi fortíð-
arinnar eða eins og Terdiman orðar það: fólk fer að þjást bæði af of miklu
og of litlu minni.14 Minniskreppan ber vott um missi, fjarveru, skort – og
hún birtist í tilfinningum sem tengjast kvíða, rótleysi og útskúfun.15
Það sem er sérstaklega athyglisvert í þessu samhengi er að á Íslandi,
á þeim tíma sem þríleikur Ólafs Jóhanns fjallar um, komu þessir tveir
„trámavaldar“, stríð og minniskreppa, saman í mynd hernáms og innreiðar
nútímans. Það eru því gild rök fyrir því að skoða þríleikinn, form hans
og aðalpersónu, út frá minnis- og trámafræðum. Mig langar til að beina
sjónum að þremur atriðum í textanum þar sem minniskreppan og tráma-
einkenni koma sérstaklega fram: (1) myndlíkingum sem tengjast minninu,
(2) aðalpersónunni Páli, og (3) formi textans og þeirri bókmenntagrein
sem hann byggir á.
En fyrst má spyrja: Hvað gerir texta að „minnistexta“? Annette Kuhn
bendir á að þótt margar endurminningasögur séu sagðar sem einhvers
konar þroskasögur þar sem sögumaður reynir að skipuleggja frásögnina í
réttri tímaröð og miðar að einhverju ákveðnu markmiði samkvæmt vest-
rænum hefðum ævisagnaforms sem byggjast á hugmyndum um heilsteypt
sjálf, þá virki minnið ekki þannig.16 Þvert á móti raskar minnið línulegri
frásögn: þegar við munum eftir einhverju þá verður fortíðin snöggvast að
nútímanum. Minnið er oftast ansi slitrótt og svo eru minningar okkar allt-
af fyrst og fremst mótaðar af nútímanum. Í minnistextum er tímaröðin því
oft brotin upp; það verður rof, úrfellingar, eyður og/eða samhengisleysi;
atburðir gerast ekki alltaf á ákveðnum tíma, mikið er um endurtekningar,
frásögnin fer í hring frekar en að beinast að ákveðnu markmiði og það
vantar niðurlag (e. closure). Í trámatexta verða þessi einkenni ennþá meira
áberandi, því að minnið og tungumálið bregðast algjörlega: atburðir eru
svo skelfilegir að þeir verða ekki aðeins ólýsanlegir heldur óbærilegir og
minnið þar af leiðandi óvirkt svo að eftir verða aðeins nokkur samhengis-
laus minnisummerki, eyður og þögn – sem er stundum skáldað inn í.17
Samkvæmt Kuhn eiga minnistextar það þó sameiginlegt að þar birtist þrá
eftir sameiningu, líkn og frelsi; minnisferlið er fyrst og fremst leið til að
14 Richard Terdiman, Present Past, bls. 14.
15 Sama rit, bls. 106.
16 Annette Kuhn, „A Journey through Memory“, Memory and Methodology, ritstj.
Susannah Radstone, Oxford / New York: Berg, 2000, bls. 179–196.
17 Susannah Radstone, „Screening Trauma“, bls. 82, 86–91.
dAiSy NeijmANN