Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 49
49
Þröstur Helgason
Vaka og Vaki, upprisa og uppreisn –
„svo náskyld orð“
Sigurður Nordal og módernisminn
Á fyrri helmingi tuttugustu aldar er íslenska bókmennta- og listkerfið að
taka á sig nýja mynd. Smám saman eru mótaðar hugmyndir um það hvern-
ig á að fjalla um íslenskar bókmenntir og listir. Ástráður Eysteinsson segir
í riti sínu, The Concept of Modernism, að í Bretlandi og Bandaríkjunum hafi
bókmenntafræðin öðlast ákveðið sjálfstæði og virðingu sem fræðigrein á
sama tíma og módernískar bókmenntir festu sig í sessi á þriðja og fjórða
áratugnum. Bókmenntafræðin hafi orðið lykillinn að þessum nýju bók-
menntum sem virtust verða æ flóknari og erfiðari skilnings og þar með
þarfnast sérhæfðrar nálgunar. Í þeim efnum hafi nýrýnin (e. New Criticism)
haft mótandi áhrif. Bókmenntafræðin hafi jafnvel ýtt undir sérhæfingu með
því að einangra og upphefja bókmenntalega málnotkun.1 Í nýju yfirlitsriti
um módernísk tímarit í Bretlandi kristallast þessi saga með áhugaverðum
hætti. Bókin spannar 75 ára sögu lista- og bókmenntatímarita sem boðuðu
móderníska strauma og birtu verk í anda þeirra. Yngsta ritið sem tekið er
til umfjöllunar er Scrutiny sem kom út á árunum 1932 til 1953. Það fjallaði
um módernískar listir og bókmenntir, einkum út frá sjónarhorni nýrýn-
innar en ritstjóri var F. R. Leavis (1895–1978), einn áhrifamesti fræðimað-
ur hennar. Tilkomu akademískrar hreyfingar og tímarits um rannsóknir á
módernisma hafa ritstjórar yfirlitsritsins til marks um að módernisminn
hafi verið orðinn að stofnun á fjórða áratugnum.2 Hér á landi virðist þetta
1 Ástráður Eysteinsson, The Concept of Modernism, Ithaca og London: Cornell
University Press, 1990, bls. 75–83.
2 Peter Brooker og Andrew Thacker, „General Introduction“, The Oxford Critical and
Cultural History of Modernist Magazines, Volume I, Britain and Ireland 1880–1955,
Oxford: Oxford University Press, 2009, bls. 25.
Ritið 1/2012, bls. 49–83