Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 97

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 97
97 mikilvægastir eru handan beinnar skynreynslu okkar. Þessi frumspekilega afstaða er stundum nefnd rökhyggja, þrátt fyrir að sú nafngift sé ekki nákvæm.15 Ein leið til þess vera ekki háður athugunum á efnislegu yfir- borði hluta og þeim eiginleikum sem þar er hægt að greina er að velta fyrir sér undirliggjandi ástæðum þess hvernig þessir eiginleikar haga sér með því að varpa fram mögulega sönnum fullyrðingum.16 Þetta mætti jafnvel orða sem svo að þekking geti aðeins verið um ástæður þess hvers vegna eitthvað er eins og það er, en ekki öðruvísi. Hið svokallaða lögmál um fullnægjandi ástæðu kveður einmitt á um þetta.17 Í þessu samhengi þarf augljóslega að gæta að mörgu. Ástæður hljóta alltaf að vera óefnis- legar. Er þá verið að gefa í skyn að verundir séu hugtök? Enginn þeirra heimspekinga sem hafa tekið lögmálið um hina fullnægjandi ástæðu veru- fræðilega alvarlega hafa aðhyllst neins konar hugtakahyggju.18 Hins vegar voru margar hugmyndir uppi um tengsl ástæðna og verundarinnar, þ.e. hvers eðlis sú nauðsyn væri sem tryggði samband frumlags og mögulegra umsagna verundar. Sambandið hlýtur þó að byggjast á röklegu skipulagi, hvort sem sambandið felst í tæmandi sögu eða hugtaki hvers einstaklings eða er einfaldlega dæmi um almennt skipulag heimsins þar sem hvaðeina er á stigskiptan hátt bæði frumspekilega og náttúrulega tengt. Hvor leiðin fyrir sig getur mögulega gert grein fyrir eðli einstakrar veru, þ.e. hvers vegna hún er eins og hún er og ekki öðruvísi og hvaða möguleikar felast í veru hennar.19 15 Það eru til tegundir rökhyggju sem virðast hafna skipulögðum rannsóknum á nátt- úrufyrirbærum þegar kemur að öflun þekkingar. Slíkar kenningar, sem er kannski best lýst sem fyrirbærahyggju (e. phenomenalism), hafa takmörkuð tengsl við þá rökhyggju sem er hér til umræðu. 16 Ástæðurnar geta til dæmis tengst öðrum þekktum eiginleikum. Við þurfum ekki að sjá (eða setja okkur fyrir hugskotssjónir) veru í tilteknum aðstæðum til þess að geta gert okkur grein fyrir stöðu hennar í þeim aðstæðum. 17 Lögmál hinnar fullnægjandi ástæðu er þekktast úr verkum Leibniz á seinni hluta sautjándu aldar og í byrjun þeirrar átjándu. Í sjálfu sér segir lögmálið ekki annað en að allar nauðsynjalausar staðreyndir eigi sér skýringar. Sögulega á lögmálið sér skýrastar rætur hjá Parmenídesi og síðar heilögum Tómasi þar sem það herðir á þeirri frumforsendu að ex nihilo nihil. 18 Franski miðaldaheimspekingurinn Peter Auriol (1280–1322) er líklega einn þekkt- asti hugtakahyggjusinni sögunnar. Fyrir honum var Peter Auriol og hugtakið yfir „Peter Auriol“ sami hluturinn, en aðgreinanlegt í tilvist sinni. 19 Fyrirbærahyggja snýst um það sem hér að ofan var talað um sem möguleika í ver- unni. Setningar geta verið sannar settar fram á „ef ... þá ...“-formi. Frægasta dæmið um slíka hyggju úr heimspekisögunni er án efa grein 3 í A Treatise Concerning the Principles of Human Knowledge (1710) eftir George Berkeley. SKYNSEMIN Í NÁTTÚRUNNI – NÁTTÚRULEG SKYNSEMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.