Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 171

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 171
171 stríði, enda þótt hann geri það ekki eins beinskeytt og afdráttarlaust og áður: „Stríðið er gleðigjafi.“ Þetta eru orð Jeans de Bueil. Hann hefur fallið í ónáð hjá konungi og rekur nú ævisögu sína fyrir þjóni sínum, sem ritar hana niður. Árið er 1465 og sá sem talar er ekki lengur hinn alfrjálsi, sjálf- stæði riddari, smákóngurinn í sínu veldi. Þetta er maður sem sjálfur þjónar öðrum: Stríðið er gleðigjafi. Menn bindast hugástum í hernaði. Þegar menn trúa á málstaðinn og sjá blóðbræður sína berjast af dirfsku þá tárast þeir. Ljúfsæll unaður rís í hjartanu við að finna hve vel og tryggilega menn standa saman; og þegar maður sér félaga sinn leggja lífið í sölurnar á hetjulegan hátt til að fylgja og uppfylla tilskipun skapara vors, þá heitir maður því að halda áfram og deyja eða lifa með honum og yfirgefa hann aldrei vegna nokkurra kvenásta. Við þetta er maður gripinn þvílíkum fögnuði að enginn sem ekki hefur upplifað hann getur lýst því hversu unaðslegur hann er. Haldið þið kannski að ein- hver sem þetta gerir hræðist dauðann? Því fer fjarri! Hann er svo gagntekinn af styrk og unaði að hann veit ekki hvar hann er staddur. Í sannleika sagt þá hræðist hann ekkert í veröldinni!18 Sannarlega er þetta stríðsnautn, en þetta er ekki lengur sú hreina nautn sem felst í mannaveiðum, í sverðaglamrinu, í hneggi hrossanna og ótta og dauða óvinarins – ánægjan sem felst í því að heyra þá hrópa „hjálp, hjálp“ og sjá þá liggja í valnum með sundurristan kvið. Þetta er öllu heldur sam- kennd með félaga, hrifningin sem fylgir því að berjast fyrir góðan málstað. Og það kemur sterkar fram en áður að stríðsnautnin þjónar hlutverki vímu til að vinna bug á óttanum. Um er að ræða mjög einfaldar og sterkar tilfinningar sem tala sínu máli. Menn drepa, helga sig bardaganum og sjá samherja sinn berjast. Þeir berjast við hlið hans. Þeir gleyma stað og stund. Þeir gleyma sjálfum dauð- anum. Þetta er unaðslegt. Hvað vilja menn meira? 3. Til er fjöldi heimilda sem gefa í skyn að afstaða hinnar veraldlegu yfirstéttar á miðöldum til lífs og dauða komi alls ekki alltaf heim og saman við þá afstöðu sem ríkir í ritum andlegu yfirstéttarinnar og við lítum 18 Úr Le Jouvencel. Ævisaga riddarans Jeans de Beuil, ritstj. C. Favre og L. Lecestre (Société de l’histoire de France), 1887–1889, 2. bindi, bls. 20. Hér vitnað eftir Huizinga, sama rit, bls. 94. AF ÁRÁSARGIRNINNI OG UMBREYTINGUM HENNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.