Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 97
97
mikilvægastir eru handan beinnar skynreynslu okkar. Þessi frumspekilega
afstaða er stundum nefnd rökhyggja, þrátt fyrir að sú nafngift sé ekki
nákvæm.15 Ein leið til þess vera ekki háður athugunum á efnislegu yfir-
borði hluta og þeim eiginleikum sem þar er hægt að greina er að velta
fyrir sér undirliggjandi ástæðum þess hvernig þessir eiginleikar haga sér
með því að varpa fram mögulega sönnum fullyrðingum.16 Þetta mætti
jafnvel orða sem svo að þekking geti aðeins verið um ástæður þess hvers
vegna eitthvað er eins og það er, en ekki öðruvísi. Hið svokallaða lögmál
um fullnægjandi ástæðu kveður einmitt á um þetta.17 Í þessu samhengi
þarf augljóslega að gæta að mörgu. Ástæður hljóta alltaf að vera óefnis-
legar. Er þá verið að gefa í skyn að verundir séu hugtök? Enginn þeirra
heimspekinga sem hafa tekið lögmálið um hina fullnægjandi ástæðu veru-
fræðilega alvarlega hafa aðhyllst neins konar hugtakahyggju.18 Hins vegar
voru margar hugmyndir uppi um tengsl ástæðna og verundarinnar, þ.e.
hvers eðlis sú nauðsyn væri sem tryggði samband frumlags og mögulegra
umsagna verundar. Sambandið hlýtur þó að byggjast á röklegu skipulagi,
hvort sem sambandið felst í tæmandi sögu eða hugtaki hvers einstaklings
eða er einfaldlega dæmi um almennt skipulag heimsins þar sem hvaðeina
er á stigskiptan hátt bæði frumspekilega og náttúrulega tengt. Hvor leiðin
fyrir sig getur mögulega gert grein fyrir eðli einstakrar veru, þ.e. hvers
vegna hún er eins og hún er og ekki öðruvísi og hvaða möguleikar felast í
veru hennar.19
15 Það eru til tegundir rökhyggju sem virðast hafna skipulögðum rannsóknum á nátt-
úrufyrirbærum þegar kemur að öflun þekkingar. Slíkar kenningar, sem er kannski
best lýst sem fyrirbærahyggju (e. phenomenalism), hafa takmörkuð tengsl við þá
rökhyggju sem er hér til umræðu.
16 Ástæðurnar geta til dæmis tengst öðrum þekktum eiginleikum. Við þurfum ekki
að sjá (eða setja okkur fyrir hugskotssjónir) veru í tilteknum aðstæðum til þess að
geta gert okkur grein fyrir stöðu hennar í þeim aðstæðum.
17 Lögmál hinnar fullnægjandi ástæðu er þekktast úr verkum Leibniz á seinni hluta
sautjándu aldar og í byrjun þeirrar átjándu. Í sjálfu sér segir lögmálið ekki annað
en að allar nauðsynjalausar staðreyndir eigi sér skýringar. Sögulega á lögmálið sér
skýrastar rætur hjá Parmenídesi og síðar heilögum Tómasi þar sem það herðir á
þeirri frumforsendu að ex nihilo nihil.
18 Franski miðaldaheimspekingurinn Peter Auriol (1280–1322) er líklega einn þekkt-
asti hugtakahyggjusinni sögunnar. Fyrir honum var Peter Auriol og hugtakið yfir
„Peter Auriol“ sami hluturinn, en aðgreinanlegt í tilvist sinni.
19 Fyrirbærahyggja snýst um það sem hér að ofan var talað um sem möguleika í ver-
unni. Setningar geta verið sannar settar fram á „ef ... þá ...“-formi. Frægasta dæmið
um slíka hyggju úr heimspekisögunni er án efa grein 3 í A Treatise Concerning the
Principles of Human Knowledge (1710) eftir George Berkeley.
SKYNSEMIN Í NÁTTÚRUNNI – NÁTTÚRULEG SKYNSEMI