Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 151

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 151
151 Lítill drengur vill fara til ömmu og hleypur af stað án umhugsunar. Hleypur. Dettur. Sprettur upp og hleypur aftur. En túnið er stórt. Túnið teygir úr sér. Túnið vefst fyrir fótum hans, veltir honum kylli- flötum, meiðir hann í andlitið og lófana. Túnið er skyndilega orðið endalaust. ömmubær týndur. Mömmubær óraleiðir í burtu. (39) Lýsingar á hlutum og atburðum eru hér miðaðar við ferska skynjun barns- ins en þó er túlkun hins fullorðna sögumanns ávallt nærri. Til dæmis er sagt frá myrkraheiminum í huga drengsins, hann sér alls kyns verur og norn „stígur fram fullsköpuð og býr um sig í huga lítils drengs til þess að vera persónugervingur grimmdarþorstans í veröld hans“ (46). Bæjardalsáin er ásamt myrkraheiminum það sem drengurinn hræðist í annars örugg- um heimi, hann er hræddur um að detta út í en um leið er straumurinn heillandi. Eftir því sem drengurinn eldist, þroskast og áttar sig betur á heiminum kynnist lesandinn unga manninum á sama hátt og litla drengnum sem komst ekki yfir túnið. Pétur er hvatvís, heillast af Herði frænda sínum, sem er mikill kommúnisti, og vill hjálpa Herði og félögum hans að skapa nýjan heim. Hann vill ekki taka þátt í auðvaldssamfélaginu en hugsjón hans fellur um sjálfa sig þegar hann flytur í bæinn. Ungi maðurinn kynnist líka kvenfólki og ástinni í fyrsta skipti: „Maður er ekki einn framar, hvergi er maður einn. Vill ekki vera einn. Kona er þar og fyllir veröldina. Maður verður að höndla leynd hennar, eignast hana, njóta hennar, svo að allt verði fullkomnað sem áður var skapað“ (147–148). Það sem vekur sérstaka athygli í þessum endurlitsköflum er tíð notk- un nafnorðanna drengur og maður í stað 3. persónu fornafnsins hann en nafn Péturs er aldrei nefnt þótt greinilega sé verið að segja frá lífi hans. Orðanotkunin breytist eftir því sem drengurinn eldist, fyrst er sagt lítill drengur, þá drengur, svo lítill maður og loks ungur maður. Þannig er lesand- inn leiddur í gegnum bernsku og unglingsár Péturs, honum er alltaf ljóst hvað persónan er um það bil gömul án þess að það sé sagt berum orðum. Þegar sagðar eru sögur af fólki eru þær yfirleitt um tiltekna einstaklinga og því er notaður ákveðinn greinir eða persónufornafn sem vísar til per- sónunnar sem í hlut á, svo sem hann, drengurinn eða maðurinn. Í Lifandi vatninu – – – eru orðin aftur á móti notuð án greinis, nánast eins og um óákveðin fornöfn væri að ræða, og það gefur textanum almennari blæ. Þessi frásagnaraðferð er afar sérstök en hvorki Fludernik né Richardson „FORM OG STÍLL öRÐUGT VIÐFANGS“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.