Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Síða 138

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Síða 138
138 sér stað (DS 135, 471). Svo virðist sem þríleik Ólafs Jóhanns Sigurðssonar ljúki á spurningum án svara og endurtekningum á meðan sögumaður at- hugar klofinn heim og kvíði og blygðun gera enn vart við sig. Eins og Saul Friedlander hefur sýnt fram á bjóða trámatextar sjaldn- ast upp á niðurstöðu.46 Endurtekningar þessara texta geta verið tákn um trámatískt þrátefli sem er afleiðing óafturkræfs missis en þær gera fjarveru sýnilega, eins og Richard Terdiman hefur bent á.47 Þrátt fyrir játningaferl- ið óttast Páll að týnast eða hverfa í lok verksins: Geigur þessi er í því fólginn, að ég kunni að hverfa fyrirvaralaust, týnast úr tölu lifenda áður en ég fái gegnt skyldum mínum, verða hrifsaður burt í einu vetfangi, þurrkaður svo rækilega af jörðinni, að mín sjái hvergi stað og öngvar leifar af mér finnist. (DS 591–592) Enn virðist Páli um megn að stroka út fortíðina, öðlast frelsi, endurfæðast, enda er hann orðinn sannfærður um að menn geti ekki hreinsast. En ef til vill á að skoða þessar 1250 blaðsíður sem byrjun frekar en úrlausn. Á þeim tíma sem þær voru skrifaðar var kalda stríðinu ólokið og Bandaríkjaher ófarinn og því ekki enn hægt að fara að vinna úr hinum trámatísku atburðum. Það má líta svo á að þegar Páll skrifar endurminn- ingar sínar sé hann að byrja að horfast í augu við rof í minninu, hann er hættur að snúa frá því og berst við að viðurkenna og skilja eyðurnar í minningunum og ber upp spurningar um ábyrgð og sekt. „Losun“ (e. acting out) er andstæða úrvinnslu og einkennist hún einmitt af endurtekn- ingu og stöðnun. Í fyrirlestri sínum um hælisleitendur útskýrir Sigrún Sigurðardóttir hvernig sá sem er fastur í þessu ferli rifjar í sífellu upp það sem gerðist án þess að ná að festa hendur á hinum trámatíska atburði, til þess að fara að setja hann í samhengi og finna honum stað í reynslunni eins og gerist í úrvinnslunni.48 Páll eldri er greinilega enn fastur í losuninni í lok þríleiksins. En bandaríski sagnfræðingurinn Dominick LaCapra hefur gefið til kynna að losun geti líka verið upphafsskref í því ferli að umbreyta lamandi valdi minninganna: hún geri mann meðvitaðan um hvað það er sem þarf að vinna úr.49 46 Saul Friedlander, „Trauma, Transference and ‚Working-Through‘: Writing the History of the Shoah“, History and Memory 4/1992, bls. 53. 47 Present Past, bls. 108. 48 „Af ástæðuríkum ótta. Konur sem hælisleitendur“, hádegisfyrirlestur á vegum RIKK, fluttur í öskju, Háskóla Íslands, 24. febrúar 2011. 49 Peter Middleton og Tim Woods, Literatures of memory, bls. 108–09. dAiSy NeijmANN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.