Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Síða 12

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Síða 12
12 að skírskota til. Dæmigerða lýsingu á þessari staðsetningu má sjá hjá danska stjórnmálamanninum Orla Lehmann árið 1832 þegar hann í umfjöllun um rit Baldvins Einarssonar (1801–1833) um endurreisn Alþingis spyrðir saman Ísland og Danmörku. Í eftirfarandi tilvitnun, þar sem Orla Lehmann leggur áherslu á menningarsögulegt gildi Íslands fyrir Danmörku, koma fram áhugaverðar hugmyndir um tíma og rými: „Hin volduga hönd sið- menningarinnar hefur máð burt nærri öll ummerki fornaldar og alls lífs sem þá bærðist. En sem frosinn fastur á milli fjarlægra ísfjalla í skjóli fyrir umbrotum tímans, hélst hreinleikinn allt að því óbreyttur á Íslandi, þar sjáum við fornöld sem lifir, lýsandi mynd af liðinni tíð – íslenska þjóðin hlýtur því að standa hjarta allra Skandinava nær, og í persónueinkennum, líferni og siðum núlifandi Íslendinga getum við með vissu greint merki um okkar fornaldarútlit, sem við árangurslaust gætum leitað í ævafornum horfnum rústum eða lífvana annálum.“13 Hér birtist Ísland sem verðmæti vegna heterókrónískra eiginleika sinna.14 Doreen Massey hefur sett fram yfirgripsmikla gagnrýni á þau evrópumiðuðu rök, sem öldum saman hafa einkennt vestrænar hugmyndir um tímann.15 Heimssýn heimsvaldastefn- unnar byggir á því sem er „fremst“ og „þróaðast“.16 Samkvæmt Massey höfum við afstýrt raunverulegri ögrun annarra menningarheima gagnvart hugsunarhætti okkar, með því að skírskota til tengsla við fyrri menningar- stig.17 Frá því í byrjun tuttugustu aldar má finna forvitnilegt dæmi þess að sú afstaða Dana að Ísland sé trygging fyrir menningararfi í danska rík- inu afhjúpi sársaukann sem fylgir því á tíma heimsvaldastefnu að tengj- 13 Umfjöllun um Om de danske Provindstalstænder med specielt hensyn paa Island (B. Ein- arsson) eftir Orla Lehmann í Maanedskrift for Litteratur, vol. 7 (1832), bls. 524. Á frummálinu: „Civilisationens mægtige Haand har nedpløiet næsten ethvert Spor af Oldtidens Liv og af Alt, hvad der rørte sig i det. Men ligesom indefrosset mellem hine fjerne Iisfjelde, hvorhen Tidens Storme ei Naaede, veligeholdt det sig i næsten uforandret Reenhed paa Island, saa at vi i det see en levende Oldtid, et Talende Billede af Fortidens Liv – Derfor maa det islandske Folk være hver Skandinaver kjært, og vi ville i de nuværende Islænderes Characteer, Levemaade og Sædvaner vist kunne finde Træk af vor Oldtids Physiognomie, som vi forgjæves ville søge i vor Hedenolds hensmuldrede Ruiner eller livløse Annaler.“ 14 Sjá nánar um sjónarmiðið hjá Gunnari Karlssyni, Iceland’s 1100 years history of a marginal society, London: C. Hurst & Co. (pub.) Ltd., 2000. 15 Doreen Massey, For space, London, Thousand Oaks, New Delhi: Sage publications, 2005. 16 Sama heimild, bls. 5. 17 Sama heimild, bls. 8. ANN-SOFIE NIELSEN GREMAUD
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.