Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Side 51

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Side 51
51 saga 1914.4 Aðferðin sem hann tekur upp og heldur sig við allar götur síðan er ævisöguleg (og þó mótuð persónulegri túlkun); verk eru greind í ljósi ævi eða persónuleika höfundarins. Lesturinn varð huglægari en hann hafði verið í vísindalegri nálgun pósitívismans. „Markmið fræðimennsk- unnar,“ segir Vésteinn, „var ekki lengur bundið við að grafa upp sögulegar staðreyndir og orsakasamhengi, heldur skyldu staðreyndirnar gæddar lífi af persónulegum skilningi fræðimannsins, hin fornu verk lífguð við og gerð að persónulegri eign viðtakenda.“5 Í krafti þessarar aðferðafræði má segja að Sigurður og aðrir fulltrúar íslenska skólans – þar voru norrænufræð- ingar við Háskóla Íslands í meirihluta – verði miðlægir í túlkun íslenskra bókmennta á fyrri hluta aldarinnar.6 En þetta gerðist ekki átakalaust. Svolítil orðaskipti sem Sigurður átti við Ragnar E. Kvaran (1894–1939), sem Nordal titlar „séra“, árin 1927 og 1928 segja sína sögu. Fyrra árið skrifaði Sigurður lýsingu á ferð sinni um Skaftafellssýslu í tímaritið Vöku. Í grunninn er þetta hefðbundin ferðagrein þar sem lýst er staðháttum og fólki á ferðalaginu eins og titillinn „öræfi og öræfingar“ gefur til kynna.7 En lesandinn kemst fljótlega að því að höfundur er jafnframt að segja aðra sögu þar sem pólitískri sannfæringu er komið til skila. Sigurður lýsir öræfasveit sem undraheimi náttúrulegrar fjölbreytni og öræfingum sem hetjulegum afsprengjum umhverfis síns sem hafi eflst og styrkst af glím- 4 Vésteinn Ólason, „Bókmenntarýni Sigurðar Nordal“, Tímarit Máls og menningar 1984/1, bls. 5–18, hér bls. 6–7. 5 Sama heimild, bls. 7. 6 Sigurður Nordal gerði sjálfan sig að miðpunkti umfjöllunar sinnar um íslenska miðaldamenningu í innganginum að Íslenzkri menningu, sem kom út árið 1942, en hann er sjálfsævisögulegur. Það var hluti af aðferðafræðinni að túlkandinn tran- aði sér fram. Ármann Jakobsson segir að þarna hafi Sigurður þó gengið lengra en mörgum þótti gott. Það eitt hafi verið sæmilega róttæk afstaða að heimspeki og tilgátur væru að baki öllum vísindum en ekki aðeins staðreyndir, eins og pósitívistar héldu fram. Sjá Ármann Jakobsson, „Dagrenning norrænnar sögu. Íslenzk menn- ing og íslensk miðaldafræði“, Tímarit Máls og menningar 1/2000, bls. 3–9, hér bls. 3–4. Kristján B. Jónasson veltir því fyrir sér í grein í sama riti hvort skoða megi orð Sigurðar um að bók hans verði „aldrei annað en þáttur úr ævisögu hans sjálfs“ sem mælskubragð: „[...] einskonar humilitas-ritklif formálaritarans sem dregur úr mikilvægi bókar sinnar til að standa því stoltari að lokum með stórvirkið í höndum.“ Það breyti því þó ekki að nálgast verði ritið „með ótal fyrirvörum og spurningum“. Sjá Kristján B. Jónasson, „Fúlsað við flotinu. Íslenzk menning eftir Sigurð Nordal á árinu 2000“, Tímarit Máls og menningar 1/2000, bls. 17–25, hér bls. 18. 7 Sigurður Nordal, „öræfi og öræfingar“, Vaka. Tímarit handa Íslendingum 3/1928, bls. 211–226. Í eftirfarandi umfjöllun verður vísað til greinarinnar í meginmáli með blaðsíðutali innan sviga. VAKA OG VAKI , UPPRISA OG UPPREISN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.