Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Side 172
172
venjulega á sem „dæmigerða“ fyrir miðaldir. Fyrir hina andlegu yfirstétt,
að minnsta kosti talsmenn hennar, mótuðust allir lífshættirnir af hugsun-
inni um dauðann og það sem kæmi á eftir honum, handanlífið.
Hjá hinni veraldlegu yfirstétt er þetta engan veginn jafn einhlítt. Jafn
algeng og slík viðhorf og tímabil kunna að hafa verið í lífi hvers riddara, þá
finnast ítrekað heimildir sem sýna fram á gjörólíka afstöðu. Við rekumst
aftur og aftur á áminningu sem samræmist ekki alveg þeirri staðalmynd
sem nútíminn hefur af miðöldum: Láttu ekki líf þitt stjórnast af hugsuninni
um dauðann. Njóttu unaðssemda þessa lífs.
„Nul courtois ne doît blâmer joie, mais toujours joie aimer“, þ.e.:
„Enginn hirðmaður skyldi áfellast nautnina, heldur unna henni.“19 Þetta er
boðorð hirðmenningarinnar í skáldsögu frá upphafi 13. aldar. Eða svo tekið
sé heldur yngra dæmi: „Ungir menn skyldu vera kátir og lifa glaðværu lífi.
Það sómir ekki ungum mönnum að vera raunamæddir og niðursokknir í
hugsanir.“20 Hér má um leið glögglega sjá hvað greindi hirðriddarann, sem
var örugglega ekki ætlað að vera niðursokkinn í hugsanir, frá klerknum, sem
var án efa oftar „raunamæddur“ og „niðursokkinn í hugsanir“.
Þetta viðhorf, sem er langt frá því að afneita lífinu, er látið í ljós með
sérlega alvöruþrungnum og skorinorðum hætti, með hliðsjón af dauðan-
um, í nokkrum tvíhendum úr Hugsvinnsmálum (Disticha Catonis), sem
gengu frá kynslóð til kynslóðar allar miðaldir. Fallvaltleiki lífsins er eitt
þeirra grunnstefja sem bregður endurtekið fyrir í kvæðunum:
Aldurlagi sínu
ræður engi maður.
Nær stendur höldum hel.
Svo segir til að mynda á einum stað. En þar fylgir þó ekki eftirfarandi nið-
urlag: Hugsaðu því um dauðann og það sem honum fylgir – heldur stend-
ur:
Dugir ei dægur
þeim er dauða kvíðir.
Enginn feigð um flýr.21
19 H. Dupin, La courtoisie au moyen âge, París, 1932, bls. 79.
20 Sama rit, bls. 77.
21 [Í frumtextanum er hér vitnað í þýska miðaldaþýðingu Disticha Catonis, sem upp-
haflega var ritað á latínu á þriðju öld: F. Zarncke, Der deutsche Cato, Leipzig, 1852, bls.
36–37, vers 167/168 og vers 179/180. Íslenska þýðingin sækir aftur á móti í íslenska
miðaldagerð Hugsvinnsmála: Birgitta Tuvestrand 16, Hugsvinnsmál, Handskrifter och
kritisk text, Lundur: Carl Bloms Boktryckeri, 1977, bls. 90 og bls. 92.]
NoRBeRt eliAS