Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Síða 144

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Síða 144
144 aður í tíma og gerist allur á meðan Pétur er á ferðalagi sínu og enginn veit hvað hefur orðið um hann. Í þessum köflum heldur sögumaður sig til hlés, samtöl persóna eru ráðandi en þau renna saman og aðeins þankastrik skilja að tilsvör þeirra. Stundum heyrist jafnvel aðeins önnur hlið samtalsins en tilsvörin sem heyrast ekki má ráða af viðbrögðum viðmælandans, eins og í þessum stutta textabút þar sem kona Péturs og elsta dóttir þeirra, Helga, ræðast við: Sæl, elskan. Nei, það er ekki Brói. Reyndu að vera hugrökk og stillt, Helga mín. Það er hann pabbi þinn, hann hefir ekki komið heim –. – Ekki – komið heim –? Er – er hann slasaður –? – Seztu elskan, ég veit það ekki, reyndu að vera dugleg.9 Hér má sjá tal beggja kvennanna þótt engin talmerki greini á milli þeirra.10 Fljótt á litið mætti halda að mæðgurnar ræddust við í síma þar sem fyrstu viðbrögð Helgu heyrast ekki en af svari móður hennar má ráða að Helga hafi spurt hvort eitthvað hafi komið fyrir Bróa, litla bróður sinn. Síðan kemur í ljós að þær eru staddar á sama stað þegar móðirin segir dóttur sinni að setjast og hún bregst við orðum móðurinnar. Í þessum samtals- köflum í Lifandi vatninu – – – þarf lesandinn því að hafa fyrir því að átta sig á hver talar, hvert sögusviðið er og svo framvegis. Breska fræðikonan Bronwen Thomas segir að þegar um sé að ræða texta þar sem enginn rammi er utan um samtal persóna geti myndast eyður á milli þess sem persónur segja og þess sem þær meina. Thomas telur að í skáldsögum sem samanstanda mestmegnis af samtölum sé þemað oft svik, ráðabrugg eða misheppnuð samskipti.11 Samtalskaflarnir í Lifandi vatn- inu – – – bera einmitt merki um að innan fjölskyldu Péturs séu samskipti vægast sagt erfið. Þar er ekki rætt um minningar eða annað persónulegt, þankastrikin í textanum standa oft mörg saman til að tjá þagnir og líkt og 9 Jakobína Sigurðardóttir, Lifandi vatnið – – –, Reykjavík: Skuggsjá, 1974, bls. 71. Hér eftir verður vísað til Lifandi vatnsins – – – með blaðsíðutali í sviga á eftir til- vitnun. 10 Talmerki (e. speech tags) mynda ramma í kringum tal í texta sem skýra samhengi, t.d. „sagði Jón“ eða „hvíslaði Sigga og færði sig nær“. Sjá t.d.: Bronwen Thomas, „Dialogue in the Novel“, Routledge Encyclopedia of Narrative Theory, ritstj. David Herman, Manfred Jahn og Marie-Laure Ryan, London og New York: Routledge, 2005, bls. 105–106. 11 Bronwen Thomas, „Dialogue“, The Cambridge Companion to Narrative, ritstj. David Herman, Cambridge: Cambridge University Press, 2007, bls. 80–93, hér bls. 81–83. ÁStA kRiStíN BeNediktSdÓttiR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.