Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 12
10
VÉSTEINN ÓLASON
SKÍRNIR
dögum í Álftafirði og á Vigrafirði. Þessar deilur hjaðna með sátt-
um Snorra og Steinþórs og við utanför Björns Breiðvíkingakappa.
Eftir þetta á Snorri sér enga volduga andstæðinga í héraðinu, og
verður sagan af þeim sökum sundurlausari það sem eftir er.
í 49. kap. segir frá kristnitöku í stuttu máli án þess það sé í
beinu samhengi við aðra atburði sögunnar. Frásögnin er þó eðlileg
miðað við það hve nákvæmlega var í upphafi lýst átrúnaði Þórólfs
Mostrarskeggs. Enginn vafi getur leikið á að höfundur hefur litið
öðrum augum á líf og örlög þeirra manna sem tekið höfðu kristna
trú en hinna sem önduðust í heiðni, og er þetta því mikilvægur
áfangi í sögu Snorra og héraðsins. Með nokkrum rétti má líta á
þennan kapítula sem inngang að þættinum um Fróðárundur sem
fylgir fast á eftir í 50.-55. kap. Þátturinn er laustengdur því sem á
undan er komið, en seinna skal reynt að svara því hvort einhver
dýpri rök tengi hann öðru efni sögunnar.
í 56. kap. segir frá hefndum Snorra eftir Styr tengdaföður sinn
og eftirmálum eftir þær. Frásögn af Borgarfjarðarreið hans er stutt-
araleg, enda hafði áður verið rækilega frá henni sagt í Heiðarvíga
sögu. Meiri frásögn er af deilum á Þórsnesþingi vorið eftir, og er
eftirtektarverð sú áherzla sem lögð er á að lýsa framgöngu Kj artans
frá Fróðá. Kaflinn allur sýnir styrk og ríki Snorra, og þáttur Kjart-
ans sýnir hvernig Björn Breiðvíkingakappi er nú óbeint genginn í
lið með Snorra.
Hér skiptir um svið í sögunni því að næsti þáttur, þátturinn um
óeirðamanninn Ospak og hvernig Snorri ræður niðurlögum hans
(57.-62. kap.), gerist að heita má allur á Vestfjörðum, enda er
Snorri goði nú fluttur í Sælingsdalstungu. Ekkert samband er milli
þáttarins og fyrri deilna Snorra, en tilgangur höfundar sýnist vera
að sýna skörungsskap Snorra á síðari hluta ævi hans, og verður
nánar að þessu vikið síðar. Hvað sem líður tengslum þáttarins við
annað söguefni er hann svo skemmtilegur og mannlýsingar í honum
svo snjallar að fáir mundu vilja skera hann aftan af sögunni.
Ýmsir þeirra sem ritað hafa um Eyrbyggju hafa átt bágt með að
sætta sig við niðurlag hennar og hafa ýmist látið sér detta í hug að
eitthvað, jafnvel mikið, vanti í söguna, ellegar þá að aukið hafi verið
við hana. Þessar hugmyndir eru þó á ótraustum grunni reistar, og
eðlilegra er að líta svo á að þrír síðustu kaflarnir séu bein stað-