Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 18
16
VÉSTEINN ÓLASON
SKÍRNIR
hvat ek sé upp í skarðit, hvárt þar er fugl eða leynisk þar maðr ok kemr upp
stundum; kvikt er þat,“ segir hann; „þykki mér ráð, at um sé forvitnazk," -
en þat varð eigi.
Hér er eftirvænting vakin um hvort Agli takist að koma fram er-
indinu, því oft fylgja víg í kjölfar slíkra viðvarana sem ekki er tekiS
mark á. Lýsingin er skýr og allt sýnilegt. Sama má segja um sjálfa
árásina, en þá verSur frásögnin enn nákvæmari:
Þá var enn eigi lokit leikinum, en dagrinn var mjok á liöinn, ok tóku eld-
arnir mjgk at brenna, en skálinn var fullr af reyk; ok stefnir Egill þangat;
hann hafði stirðnat mjpk á fjallinu. Egill hafði skúfaða skóþvengi, sem þá var
siðr til, ok hafði losnat annarr þvengrinn, ok dragnaði skúfrinn; gekk þrællinn
þá inn í forhúsit; en er hann gekk í aðalskálann, vildi hann fara hljóðliga, því
at hann sá, at þeir Bjgm ok Þórðr sátu við eld, ok ætlaði Egill nú á lítilli
stundu at vinna sér til ævinligs frelsis. Ok er hann vildi stíga yfir þreskgldinn,
þá sté hann á þvengjarskúfinn, þann er dragnaði; ok er hann vildi hinum fæt-
inum fram stíga, þá var skúfrinn fastr, ok af því reiddi hann til falls, ok fell
hann innar á gólfit; varð þat svá mikill dynkr, sem nautsbúk flegnum væri kast-
at niðr á gólfit. Þórðr hljóp upp ok spurði, hvat fjánda þar færi. Bjgm hljóp
ok upp ok at honum ok fekk tekit hann, áðr hann komsk á fcetr, ok spyrr, hverr
hann væri.Hann svarar: „Egill er hér, Bjgmfélagi,“ sagði hann. Bjgm spurði:
„Hverr er Egill þessi?“ „Þetta er Egill ór Álptafirði," segir hann.
Nákvæmnin og seinagangurinn í upphafi eykur eftirvæntinguna,
og öll er frásögnin bráðfyndin. Hámarki nær írónían þar sem segir,
„ætlaði Egill nú á lítilli stundu at vinna sér til ævinligs frelsis,“ þeg-
ar haft er í huga hvílíkt það frelsi varð sem hann vann sér til. Við
fallið gerast atvik öll mjög hratt og sýna heimsku og ráðleysi Egils,
ákafa og fum Þórðar, en snarræði og hreysti Bjarnar. Það er harla
lítið eftir af vígahug Egils í orðunum „Egill er hér, Bjgrn félagi,“ og
hlátur og samúð togast á um lesanda.
Það er ekki einsdæmi á þessum stað að andstæður séu notaðar til
að magna kímileg áhrif. Annað gott dæmi um það eru orð Óspaks
á Eyri, sem hann mælir við Alf litla:
„Far þú eigi til, Álfr, segir hann, „þú hefir haus þunnan, en ek hefi 0xi
þunga; mun ferð þín verri en Þóris, ef þú gengr feti framar." Þetta heilræði
hafði Álfr, sem honum var kennt.
Þótt Eyrbyggja sé einkum saga um valdabaráttu og gerðir aðal-
persónunnar og margra annarra stjórnist meira af viti en tilfinning-
um, eru mikilvægar undantekningar frá þessu sem gera söguna fjöl-