Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 112
110
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
SKÍRNIR
og Vestmannaeyjum. Vatneyrarfundurinn í Barðastrandarsýslu
skoraði á Alþingi að halda málinu áfram „í sömu stefnu og að
undan förnu í öllum aðalatriðum“. Stj órnarskrármálið var ekki
rætt á Brjánslækjarfundinum. Það var rætt á öllum þingmálafimd-
um Norður-Þingeyinga, og voru að minnsta kosti fjórir þeirra ein-
dregnir með málinu. Sá þeirra, sem skemmst gekk, var því einnig
hlynntur. Þingmálafundur Arnesinga skoraði í einu hljóði á þing-
menn kjördæmisins að framfylgja á þingi 1889 frumvarpi, sem færi
því fram, að landið fengi alinnlenda stjórn með fullri ábyrgð fyrir
Alþingi.
Flögufundur Vestur-Skaftfellinga lýsti sig meðmæltan „löglegum
skilnaði milli Islands og Danmerkur,“ ef kröfum Þingvallafundarins
fengizt eigi framgengt. í skýrslu um þingmálafund Arnesinga segir,
að tillaga um skilnað „sem nýlega hafði komið fram,“ vafalaust
ávarpið, sem fyrr er getið, væri borin undir fundinn, en hún „fékk
engan byr og var jafnvel álitin hættuleg og til að spilla fyrir stjórn-
arbótinni,“ segir í fundarskýrslunni. Ekki er þess getið, að skilnað-
ur kæmi til tals á fleiri þingmálafundum en þessum tveim.
Þingmálafundur Borgfirðinga fór í stjórnarskrármálinu allt aðra
leið en aðrir þingmálafundir. Hann skoraði á þingmann kjördæmis-
ins „að fylgja fram á Alþingi sjálfstjórnarmáli íslands með þeirri
breytingu á stjórnarskrárfrumvarpinu frá 1887, að konungur og
landstjóri hafi aðeins frestandi synj unarvald“. Krafan um frest-
andi synjunarvald hefur ekki, svo að vitað sé, verið nefnd á nafn á
neinum öðrum þingmálafundi 1889. Ekki er þess getið, hver höf-
undur var þeirrar tillögu, er varð að samþykkt Borgarfj arðarfund-
arins, en vafalaust hefur þingmaður kj ördæmisins, Grímur Thom-
sen, átt þátt í henni. Hann sagði á þessum fundi, að frestandi synj-
unarvald eitt gæti tryggt íslendingum full ráð yfir sérmálum lands-
ins. I stjórnarskrána þyrfti að setja grein þess efnis, að hvorki kon-
ungur né landstjóri gæti synjað lögum Alþingis staðfestingar nema
einu sinni eða mest tvisvar. Menn grunuðu Grím um það, að til-
lögur hans um frestandi synjunarvald væru tálbeita, til þess gerð
að sundra flokki endurskoðunarmanna. „Tálbeitan „frestandi synj-
unarvald“ í stj órnarskrármálinu virðist hafa runnið þeim (Borg-
firðingum) niður ýmsum,“ segir ísafold. Svo hefur þó ekki verið
um alla fundarmenn. Þeir voru 35 innan sýslu, en um ályktun fund-