Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 130
BALDUR IÓNSSON
Draugorð í orðabók Blöndals
Þegar efni er safnað til orðabóka, vofir ætíð yfir sú hætta, að
eúthvað skclist til í meðförum, svo að í þær kcmist uppflettiorð,
sem hafa í rauninni aldrei verið til. Slík orð hafa verið kölluð
phantom words eða ghost words á ensku og draugorð (eða einungis
draugar) í íslenzkri þýðingu.
Hér á eftir verður fj allað um fáein orð, sem fundizt hafa af þessu
tagi í Bl.1 Auk þeirra hefir orðið rastarbogi fengið að fljóta með.
Það er ekki draugorð, en þýðing þess er röng í Bl.
Enginn dómur verður á það lagður, hvernig hinar margvíslegu
heimildir Bl. voru nýttar, heldur eiga þessar athugasemdir einungis
rælur að rekja til kynna minna af einni þeirra rituðu heimilda, sem
hún naut góðs af.
Sú heimild er orðabókarhandritið Lbs. 283—285 4to, og verður
fyrst að gera nokkra grein fyrir því.2 Fremst í hverju bindi er þessi
titill: „ORÐA-SAFN úr nýara og daglega málinu, tínt saman af
skólakennara Dr. H. Schevíng“. Handritið er þó ekki verk Hall-
gríms Schevings, heldur er það uppskrift Páls stúdents Pálssonar,
gerð um 1860-1870.3
Hið upprunalega orðasafn Schevings (hér eftir kallað SSch.) er
varðveitt í Lbs. 307—308 4to. Svo er frá því gengið, að það má telj-
ast ónothæft, eins og það er. Við samningu Bl. var því eingöngu
farið eftir uppskrift Páls stúdents, en enginn samanburður gerður
við seðlasafnið, svo að séð verði, enda ekki árennilegt. Auðvitað
má alltaf búast við einhverjum villum í seðlasafninu (sbr. dæmi
hér á eftir), en þó mun fleiri í uppskriftinni. Rithönd Schevings er
stundum torlæsileg og seðlarnir afar smáir og illt við þá að eiga,
svo að telja má víst, að eitthvað hafi afbakazt við endurritun og