Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 47
SKÍRNIR
ÞJÓÐARFLUTNINGUR
45
en hvað væri til úrræða. Eru því engar líkur til, að tillögur þar að
lútandi hafi farið framhjá Hannesi biskupi. I öðru lagi er augljóst
af ritinu Um mannfækkun af hallærum, að Hannes Finnsson hefur
sérstaklega lagt stund á að kynna sér áhrif hallæra á hag þjóðar-
innar fyrr og síðar. Má auðsætt telja, að hann hefur ekki sízt ástund-
að að afla sér sem gleggstrar vitneskju um móðuharðindin og
afleiðingar þeirra. Um þetta ber og áðurnefnt rit hans glöggt vitni.
í þriðja lagi má benda á, að Hannes Finnsson var orðlagður lær-
dómsmaður og almennt viðurkenndur fyrir nákvæmni og áreiðan-
leik í fræðaiðkunum sínum. Loks ber að hafa í huga, að rit Hannes-
ar, Um mannfækkun af hallærum á Islandi, er prentað í Lærdóms-
listafélagsritunum árið 1796 eða sama árið og hann deyr. Ekki
er kunnugt um, að neinn hafi hreyft andmælum eða athugasemdum
þá né síðar, allt til ársins 1945, að ritgerð Þorkels Jóhannessonar
birtist. Hafa þó Lærdómslistafélagsritin — og þá um leið ritgerð
Hannesar - borizt í hendur manna, sem gerla máttu til þekkja af
eigin reynd.1
Magnús Stephensen var fæddur 27. desember 1762. Þegar sann-
indi frásagnar hans eru metin, ber sérstaklega að hafa það í huga,
að með konungsúrskurði 25. september 1783 var honum ásamt Hans
Levetzow, síðar stiftamtmanni, falið að fara þá um haustið til ís-
lands í því skyni að rannsaka eldgosið. Til íslands komst hann
raunar fyrst vorið eftir og var þar sumarið 1784. Ferðaðist hann
um suðurland - allt austur í Skaftafellssýslu og kynnti sér eldgosið
og afleiðingar þess. Fór hann utan um haustið, en skýrsla hans um
Skaftárgosin birtist árið 1785. í annan stað má benda á, að Magn-
ús Stephensen var viðurkenndur lærdómsmaður, einkum í lögfræði.
Hann hafði einnig lagt stund á náttúrufræði og getið sér þar góðan
orðstír. Loks er þess að geta, að síðar gegndi hann æðstu dómara-
embættum landsins — lögmaður frá 1789, en forseti Landsyfirrétt-
arins frá 1800. Hann var að auki einn helztur pólitískur forystu-
maður þjóðarinnar um sína daga, eins og alkunnugt er.2
Jón Espólín sýslumaður var fæddur 22. október 1769 og því að-
eins 13 ára, þegar Skaftáreldar hyrja. Hann er alinn upp í Eyja-
fjarðarsýslu og á þar heima, unz hann fer utan til háskólanáms
síðla árs 1788. Veturinn 1785-1786 er hann þó í skóla í Odda á
Rangárvöllum. Ekki þarf að kynna sagnaritun Jóns Espólíns. Hann