Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 82
80
HALLFREÐUR ÖRN EIRÍKSSON
SKÍRNIR
kerlingu í koti sínu (garðshorni).“® Reyndar má geta þess, að í rit-
dómi sínum í Nýjum félagsritum árið 1860 um bók Konrads Maur-
ers, Islándische Volkssagen der Gegenwart, sem kom út í Leipzig
sama ár, hvatti Jón Sigurðsson forseti mjög til söfnunar ævintýra,7
og er ekki ólíklegt, að það hafi orkað hvetjandi á Jón Arnason.
Allar þessar sögur sem nú hefur verið getið vildi Jón Árnason
fá skráðar eftir manna minnum.8 Landið var fullt af handritum
gömlum og nýjum, en þá eins og nú voru margir, sem þótti hvað
mest til þess koma, sem þegar hefur verið skráð, en fannst miklu
minna um munnmælin. Þess vegna gat margt flotið með af bóksög-
um á kostnað munnmælanna. Þetta vildi Jón forðast eftir mætti,
enda biður hann menn í hugvekjunni frá 1858 um sögur um „afrek,
aðfarir og spakmæli fornmanna sem ekki er í sögur fært.“9
Eins og sjá má af þjóðsögum og ævintýrum Jóns Árnasonar,
var það ein meginregla hans, að sögur skyldu hafa gengið í munn-
mælum. Það er heldur sjaldan, að hann hefur látið fljóta með frá-
sagnir, sem ekki eru orðnar að arfsögnum, en eru endurminningar.
Nokkuð ber á þessu í sambandi við drauma, má t. d. minna á draum
Einars Helgasonar á Laugabóli,10 sem ber það glögglega með sér,
að hann er skráður eftir Einari sjálfum, og drauma Hallgríms
Schevings.11 Ekki má heldur sleppa því að minnast á frásögnina
Þorraþrælsbylur í Odda,12 sem er endurminning, þó að hún sé
reyndar ekki skráð fyrr en sögumaður var kominn á fullorðins-
aldur,13 og hefur því vafalítið slípazt við endurtekna frásögn.
í safni Jóns eru þrjár draugasögur, sem ekki hafa gengið í munn-
mælum. Eru það sögurnar af hinum magnaða Hjaltastaðafjanda,
illa Garpsdalsdraugi og Geitdalsdraugnum,14 sem ekki var nú
minnstur fyrir sér. Frásögnina af Hjaltastaðafjandanum skráði einn
af heyrnarvottunum, Hans Wíum sýslumaður, haustið 1750, aðeins
nokkrum mánuðum eftir fyrirhurðina.15 I sögunni af Geitdals-
draugnum hefur Jón Árnason líklegast steypt saman tveimur heim-
ildum, og er þar farið beint eftir frásögnum sjónarvotta.16 Sagan
um Garpsdalsdrauginn er einnig eftir frásögn sjónarvotta.17
Hér er eins og áður hefur verið getið ekki um munnmælasagnir að
ræða, en þó má á það benda, að allar þessar sögur eru þjóðtrúar-
sagnir, grundvöllur þeirra allra er þjóðtrúin. Þess vegna hefur Jón
látið prenta þær, og einnig kom hér annað til: „Það mælir mest með