Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 135
SKÍRNIR
DRAUGORÐ
133
orðmyndina. Hitt er þó miklu sennilegra, að þýðing Sch. sé rétt, en
orðmyndin röng, líklegast mislestur Páls stúdents, enda er sljófeng-
inn undarlegt orð. Trúlegast er, að Páll hafi lesið sljóf- fyrir fljót-
eða skjót- og hér sé því um að ræða lýsingarorðið fljótfenginn eða
skjótfenginn. Hið fyrrnefnda er einmitt í Bl. (um heyskap), en
vantar í Sch. Orðið skjótfenginn finn ég ekki í orðabókum né SOH,
en hygg það vera til, og það orð fær a. m. k. staðizt.
Þegar SSch. verður komið í viðunandi horf, fæst væntanlega úr
því skorið, hvernig í þessu liggur.
12. sóttvarnaður
Heimild Bl. er Sch., sem vísar í Ny Fel. R. bl. 95 (þ. e. Ný félags-
rit).19 Ekki hefir tekizt að finna orðið sóttvarnaður á bls. 95 í níu
fyrstu árgöngum Nýrra félagsrita, og Sch. vísar yfirleitt ekki nema
til allra fyrstu árganganna. Nú er eins og fyrri daginn bagalegt að
hafa engin not af SSch. En orðið sóttvarnaður er grunsamlegt og
sennilega draugorð. Mér þykir líklegast, að það eigi að vera sótt-
varnarráð. Það orð vantar í Sch. og Bl., en kemur fyrir í 4. árgangi
Nýrra félagsrita, að vísu ekki á bls. 95, heldur 93. Vonandi getur
SSch. skorið úr þessu.
13. spjátaralegur
Bl. táknar þetta sem úrelt orð fyrir spjátrungslegur. Heimild Bl.
er Sch., sem hefir Spjátaraligr og vísar í Lþb. 1683 N. 5. Alþingis-
hækur voru þá ekki til prentaðar frá þessum tíma, og skal ekkert
um það sagt, hvað staðið hefir í því handriti, sem Scheving notaði.
En orðmyndin er tortryggileg og líklegra, að þarna eigi að vera
spjátralegur, eins og stendur í hinum prentuðu Alþingisbókum.20
Bæri þá að skilja spjátra sem ef. ft. af spjátur. E. t. v. er þó enn
sennilegra, að rétta orðið sé spjátraralegur (af spjátrari) og r hafi
fallið úr í einhverri uppskriftinni, jafnvel hjá Páli. Ur því gæti
SSch. skorið.
14. stúfkorn
Heimild Bl. er Sch. Þar er orðið þýtt með ,particula‘ og síðan
tekið upp: „St. af hjartablöðum“, sem á að vera úr BjArnFræð.
31,21 en þar stendur ekki stúfkorn, heldur skúfkorn. Það orð vantar
í Bl.