Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 49
SKÍRNIR
ÞJÓÐARFLUTNINGUR
47
vitnað. Kom hún og út á dönsku 1831. Höfundur hennar, Hannes biskup
Finnsson, var gagnmerkur fræðimaður og því sízt að undra þótt frásögn
hans um atburði, er honum sjálfum mátti kunnugt um vera, væri fylgt síðan
af Jóni Sigurðssyni og öðrum íslenzkum sagnamönnum. Og ekki er sagan
tilefnislaus með öllu. En að vísu er hún þó alröng. Skal nú þetta efni rakið
nokkru framar eftir þeim heimildum, sem fyrir hendi eru. (Andvari 1945,
84-85.)
Um tilefni þessarar sögu er skoðun Þorkels Jóhannessonar í fá-
um orð'um þessi: Rentukammerið ræðir um þaS haustið 1784 að
flytja utan bjargþrota fólk án þess að séð verði, hversu víðtækar
þær tillögur séu. Þann 15. janúar 1785 ritar Rentukammerið tvö
bréf, annað til flotastj órnar, en hitt til forstjóra konungsverzlunar-
innar, um brottflutning fólks af Islandi. Þann 18. janúar er Levet-
zow stiftamtmaður beðinn um skriflegt álit um brottflutningsmálið.
Hann leggur til, að landið verði losað við beiningamenn og flakk-
ara.
Þann 2. febrúar 1785 tekur Landsnefndin síðari brottflutnings-
málið til umræðu cg 14. febrúar sama ár leggst Þorkell Fjeldsted,
einn landsnefndarmanna, eindregið gegn hugmynd þessari. Er skoð-
un hans sú, að fremur beri að veita fólki þessu styrk frá Danmörku.
Þann 23. febrúar fellst nefndin á þessa skoðun, en veitir þó heimild
til takmarkaðs brottflutnings, ef nýtt hallæri yrði. Þorkell Jóhann-
esson telur, að upphafsmaður og helzti stuðningsmaður þessarar
tillögu um brottflutning hafi verið Levetzow stiftamtmaður.
Sigfús Haukur Andrésson telur raunar Jón Sveinsson, sýslumann
í Suður-Múlasýslu, upphafsmann tillögunnar, eins og rakið er hér
að framan, en ella fylgir hann skoðun Þorkels Jóhannessonar.
Ritgerð Þorkels Jóhannessonar virðist hafa þau áhrif á kennslu-
bækurnar, að ummælin um þjóðarflutninginn eru felld brott úr
íslandssögu Jónasar Jónssonar og 3. útgáfu Islendingasögu Arnórs
Sigurjónssonar. Þórleifur Bjarnason fylgir skoðun Þorkels nákvæm-
lega. I 3. útgáfu Islandssögu Jóns Aðils er orðalagi breytt þannig,
að einungis stendur, að komið hafi til orða „að flytja fólk af landi
brott“, og í Islandssögu Egils J. Stardals er ekki á þetta mál minnzt.
Stendur því hvergi í þeim ritum, sem nú eru notuð við kennslu í
Islandssögu, neitt mn fyrirhugaðan þjóðarflutning Islendinga til
Jótlandsheiða.
Skylt er að geta þess, að ekki hafa allir j afnumsvifalaust fallizt á