Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 33
SKÍRNIR
í LEIT AÐ HÖFUNDI LAXDÆLU
31
af fyrir sig „mælt með“ Knýtlingu. Okkur vantar sem sagt mæli-
kvarða hér.
Marina Mxmdt „þrengir“ einnig tölu plús-orðanna með því að
gera þá kröfu, að fjöldi hvers þeirra í Laxdœlu sé minnst 4 (í stað-
inn fyrir áður 3). Þá hverfa 66 orð úr listanum, en eftir eru 164.
Af þessum síðarnefndu reynast 37 plús-orð einnig hjá Sturlu (en
ekki í Knýtlingu), 26 í Knýtlingu (en ekki hjá Sturlu). I augum
Marinu Mundt virðist þessi útkoma enn staðfesta „yfirburði“ Sturlu.
En þetta er vægast sagt vafasöm ályktun. Reyndar fær Knýtlinga nú
41 prósent, 26 af samtals 63 plús-orðum, í „samkeppninni“ við
Sturlu. En í fyrra skiptið voru þau 37 prósent, 30 af samtals 81.
Með öðrum orðum: þegar harðari kröfur eru gerðar til plús-orð-
anna í Laxdœlu, „tapar“ Sturla en Knýtlinga „vinnur á“ í saman-
burðinum. Þrátt fyrir það að Knýtlinga er ekki nema tæpur fjórð-
ungur af 5<nrZn-textumun, tekur hún tvo fimmtuhluta plús-orðanna.
Hvernig sem litið er á þessar tölur, er varla hægt að segja að þær
„mæli með“ Sturlu.
Við getum prófað plús-orða-lista Marinu Mundt á annan hátt en
hún hefur sjálf gert. Við samanburðinn hefur hún sem sé aðeins
tekið tillit til fjölda mismunandi plús-orða hjá Sturlu og í Knýtlingu.
En auðvitað væri forvitnilegra að vita um tíðni allra þessara plús-
orða Laxdœlu í hinum textunum. Þá verða tölurnar að sjálfsögðu
beint samhærilegar. Sá texti sem sýnir hlutfallslega meiri tíðni
þessara 230 plús-orða, stendur að því leyti ómótmælanlega nær
Laxdœlu en hinn. Við þurfum aðeins að leggja saman tölur hvers
texta, einsog þær birtast í dálkum Marinu Mundt. Þá reynist Sturla
hafa samtals 2147 dæmi af þessum plús-orðum, en Knýtlinga 563.
En ef við gengjum út frá síðarnefndri tölu, ætti Sturla að hafa
2358 dæmi - til þess að fá hlutfallslega jafn mörg og Knýtlinga.
Þessi meðferð talnanna, þar sem lengd textanna er tekin með í
reikninginn á eðlilegan og ótvíræðan hátt, mælir ekki með Sturlu.
Kannski væri fróðlegt að dvelja enn nokkuð við tölur þessa lista.
í staðinn fyrir að skoða þessi 230 plús-orð í heild mætti skipta þeim
í tíu flokka eftir stafrófsröð og sjá hvor textinn nái yfirburðum í
hverjum flokki. Fyrsta flokkinn mynda þá 23 orðin afarkostr t. o. m.
bringa; sbr. upphaf listans hér að framan. I eftirfylgj andi töflu er