Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 186
184
RITDÓMAR
SKÍRNIR
lega opna söguform yerksins, harla frábrugðið afluktu epísku formi t.a.m.
Paradísarheimtar, þótt bæði verkin megi kalla afbrigði píkaresk-sögu, kann að
eiga eitthvað að þakka leikritun Halldórs. Og það er fjarska rúmgott að þessu
leyti, enda er sögumaður, Umbi, lítt ráðin mannlýsing í sögunni, hlutverk hans
að miðla sjón fremur en skilningi hins ólíkindalega og ævintýralega fólks og
atburða sem verða undir Jökli, eins og hann færir í orð náttúrulýsing sögunn-
ar, viðlag allra hennar ólíkinda. Oðrum þræði er Umbi þannig ígildi höfundar
í verkinu, og sem slíkum er honum ofaukið á leiksviði. En Umbi er líka sjálf-
stæður einstaklingur, e.t.v. eina eiginlega manneskjan í sögunni, allténd er
hann hinn eini sem breytist í sögunni, af atburðum hennar. „Óleysandi skuld-
binding er í því falin að sjá og hafa séð.“(15) Dramatískur efniviður Kristni-
halds undir Jökli er meðal annars í því falinn að færa sönnur á þessa stað-
hæfingu á sviðinu, leiða lýsingu Umba til lykta í leiknum sjálfum, návígi við
annað efni hans.
Sýning Leikfélags Reykjavíkur á leikgerð Kristnihalds undir Jökli, sviðsetn-
ing Sveins Einarssonar sem einnig sneri sögunni í leikform, varð einkar vin-
sæl í Iðnó. Án efa nýtur sýningin þess að fjölmargir leikhúsgestir voru áður
kunnugir sögunni, almennur áhugi á hverju nýju verki höfundarins. Og leik-
gerðinni tekst það sem til var stofnað: að leiða fólk og atburði sögunnar fyrir
sjónir, gera á sviðinu grein fyrir hugmyndalegri uppistöðu hennar. Náinn sam-
anburður leiks og sögu kann að benda til að þetta takist svo vel sem raun ber
vitni í Úu af því að efniviður, hugmyndaforði Kristnihalds sé í senn einhæfur
og laus í sér, ósamloða. Það sé til marks um raunverulega fábreytni verksins,
þrátt fyrir orðsnilli höfundar, að svo takmarkað úrval úr textanum nægi til að
gera efni þess svo tæmandi skil.
En orðræður Kristnihalds undir Jökli, og Uu, eru samdar af mikilli íþrótt.
Það markverðasta um sýninguna í Iðnó var þrátt fyrir aUt það hve skýrt hún
leiddi í ljós upprunalegan, alþýðlegan hljómbotn málfarsins í sögunni, hversu
raunsæislegar mannlýsingar hennar eru öðrum þræði. Málið sem það talar er
líftaug fólksins í leiknum - og líklegt að sýning hans takist að því skapi sem
tekst að höndla í hlutverkunum, hverju einu og öllum í senn, náttúrlegt hljóm-
fall og hrynjandi daglega mælts máls.
Þetta á við um hin minni hlutverk í leiknum, þjóðlegar og alþýðlegar per-
sónugervingar eins og Hnallþóru, Tuma Jónsen, Fínu, Helga á Torfhvalastöð-
um, Jódínus Álfberg, og það á einnig og ekki síður við séra Jón prímus, enn
einn „taóista" Halldórs Laxness, náskyldan mann Pressaranum í Dúfnaveizl-
unni, Ibsen Ljósdal í Prjónastofunni, Steinari í Hlíðum í Paradísarheimt svo
ekki sé lengra rakið. Taóistinn kann að vera holdtekin mannshugsjón höf-
undarins. En séra Jón má fyrir enga muni fara að predika, mæla spekimálum
í leiknum, það er reyndar aldrei ljóst til hlítar hvenær hann talar í alvöru og
hvenær í gamni: tvíveðrungur, tvískinnungur hans er í senn raunsæislegur
þáttur í mannlýsingu og órofa heimspeki höfundarins. Náttúrleg talandi, natið
raunsæi leikmátans vísar skilningsveg að hlutverkinu, líklegastan að leiða það
i ljós eins og að sínu leyti hinar einfaldari manngerðir í leiknum. Ýkjulýsing
þeirra allra er byggð upp úr eintómum raunhæfum efnisatriðum. En leikurinn