Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 24
22
VÉSTEINN ÓLASON
SKÍRNIR
vegar hafa orðið út undan minni háttar einkenni sem gefa honum
þó líf í frásögninni. Skýrasta einkenni hans er þannig kaldhæðin
og meistaraleg tilsvör, og segja tvö dæmi betur frá því en langar
lýsingar:
En er flokkrinn Snorra gekk neð'an skriðuna, þá skaut Steinþórr spjóti at
fornum sið til heilla sér yfir flokk Snorra, en spjótit leitaði sér staðar, ok varð
fyrir Már Hallvarðsson, frændi Snorra, ok varð hann þegar óvígr. Ok er þetta
var sagt Snorra goða, þá svarar hann: „Gott er, at þat sannask, at þat er eigi
jafnan bezt, at ganga síðast.“
Þegar Alfur hinn litli hefur flúið norðan úr Bitru undan ofríki
Ospaks á Eyri suður til Tungu,
eggjaði hann mj()k, at þá skyldi þegar fara norðr at þeim Óspaki; en Snorri
goði vildi fyrst spyrja norðan, hvat þeir hefði fleira gert en stpkkt honum
norðan . . .
Eyrbyggj uhöfundur hefur þrátt fyrir aðdáun á Snorra enga glýj u
í augum og kann vel að snúa að honum sömu tvíræðu kaldhæðn-
inni og einkennir tilsvör Snorra sjálfs. Þetta kemur skemmtilega
fram í síðasta kafla sögunnar, þar sem segir:
En er Snorri tók að eldask, þá tóku at vaxa vinsældir hans, ok bar þat til
þess, at þá fækkuðusk gfundarmenn hans.
y
Eins og áður hefur verið getið, eru tveir allmiklir þættir aftan til í
Eyrbyggju í litlum orsakatengslum við aðra atburði sögunnar, Fróð-
árþáttur og Öspaksþáttur. Sé hins vegar hugað að dýpri gerð sög-
unnar eru þessir þættir hinir mikilvægustu, því að úr þeim má lesa
skýrar en úr öðrum þáttum hennar þau viðhorf við mannlífinu sem
sagan grundvallast á. Þessir þættir eru því lykill að skilningi á sög-
unni hvort sem litið er á hana sem sköpunarverk einstaklings eða
spegil þess samfélags sem hún varð til í. Þótt bent sé á þessi grund-
vallarviðhorf, verður vitanlega ekki fullyrt að sagan sé skrifuð til
að boða þau, að hún sé kennslu- eða áróðursbók.
Það leiðir af hlutlægum frásagnarhætti Eyrbyggju að þar eru ekki
lýsingar á innra trúarlífi persónanna. Samt kemur það skýrt fram
í sögunni að höfundur hefur talið trúarbrögðin einn mikilvægasta
þáttinn í því mannlífi sem hann lýsir, enda er einskis annars að