Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 167
SKÍRNIR
RITDÓMAR
165
til að lesa heildarmynd úr brotunum. Hann freistast þá til að tengja saman
svo margt sem unnt er og fylla síðan í eyður, unz skaplegt samhengi hefur
fengizt í torskilda frásögn.“
Þessi aðferð skal síður en svo löstuð, en hún verður að vera undir réttu
vörumerki. Líklega er Barði Guðmundsson helzti lærimeistari í bitaþrautum
Hermanns, eins og sjá má af greinum Barða um Njálu. Greinar Hermanns eru
skemmtilegar aflestrar, enda er hann góður stílisti, og gaman er að fylgjast
með frjórri tengigáfu hans og leikni í að raða bitunum saman, unz „skaplegt
samhengi11 hefur fengizt. Það þarf t. d. ekki svo lítið hugmyndaflug til að
telja Snorra djákn Grímsson, er féll 1208, höfund Orkneyingasögu, og Þór-
hall Asgrímsson hafa rist rúnir þær á Orkahaugi í Orkneyjum, er segja frá
Gauki Trandilssyni.
Taka má undir lokaorð í formála Björns Þorsteinssonar: „A því verður
eflaust nokkur bið, að menn verði Hermanni sammála í hvívetna eða hrindi
kenningum hans og niðurstöðum, en af andstæðunum spretta nýjungar, og
leiðir opnast til aukins skilnings á sögu okkar og menningu."
Bjarni Guðnason
HERMANN PALSSON OG PAOL EDWARDS:
LEGENDARY FICTION IN MEDIEVAL ICELAND
Studia Islandica 30. Reykjavík 1971
Eins og allir vita, sem til þekkja, hafa Islendingar lagt sig alla fram við
rannsóknir á íslendingasögum og konungasögum, en aðrir þættir hinnar
fornu íslenzku sagnaritunar hafa orðið að mestu útundan. Hefur þá listrænt
mat bókmenntagreinanna ráðið. Á þessu eru nú að verða breytingar, og er
sú hók, sem hér um ræðir, ein ábending um það. Bók þeirra félaga, Hermanns
og Pauls, fjallar um fornaldarsögur eða öllu heldur nokkrar þeirra: Gaut-
reks sögu, Bósa sögu og Herrauðs, Egils sögu og Asmundar, Þorsteins þátt
bæjarmagns, Helga þátt Þórissonar, Örvar-Odds sögu, Hrólfs sögu Gautreks-
sonar og Göngu-Hrólfs sögu. Astæðan til þessa vals mun vera sú, að þeir
félagar hafa þýtt þessar sögur á ensku. Fer ekki á milli mála, að Islendingar
standa í mikilli þakkarskuld við Hermann Pálsson fyrir ötula og lofsverða
þýðingar- og kynningarstarfsemi íslenzkra fornrita meðal enskumælandi þjóða.
Þeir félagar fjalla um sögusvið ofangreindra fomaldarsagna, sérkenni hetj-
unnar, kímni og fjarstæður, kvenlýsingar og rómantísk stef. Mikill kostur
við rannsóknir þeirra er, að þeir líta ekki á fornaldarsögur sem einhvers konar
hnignunar- eða úrkynjunarbókmenntir, heldur bókmenntagrein, sem hafi orðið
til við ákveðnar þjóðfélagslegar og menningarlegar aðstæður og beri að kanna
þær og meta út frá þeim forsendum.
Það hefur verið lengi ljóst, að hin klassíska skipting fomsagnanna í kon-
ungasögur, Islendingasögur, samtíðarsögur, fornaldarsögur og riddarasögur