Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 76
74
EYSTEINN SIGURÐSSON
SKÍRNIR
1832, sem ekki var kleift með fullri vissu áður.
ASur óþekkt kvæSi Hjálmars í þessu handriti eru Visið lauf-
blað ..., Söngvísa, hvörnin heimurinn ..., Söngvísa um dýr-
mœti..., Lofgjörð skaparans og Dedicatio. HiS fyrst talda er erfi-
ljóS, eins og nafniS ber meS sér, og bætist þaS í hóp fjölmargra
slíkra frá Hjálmars hendi, en er jafnframt meSal hinna eldri
í þeim hópi. ErfiljóS Hjálmars eru aS jafnaði ekki ýkjafrum-
legur skáldskapur, en á hinn bóginn yfirleitt vandvirknislega
unnin, og í þeim gætir víða hlýleika og innileika, sem á við um þetta
kvæði, jafnframt því sem það er traust að byggingu og reist á
smekklegri meðferð líkinga. Á hinn bóginn er mannlýsingin heldur
einhliða, eins og oftast er í þessum kvæðum hans. Ekki kemur fram,
hvaða Jón Þorkelsson kvæðið er ort eftir, en hinn eini, sem ég hef
fundið og til greina gæti komið, er Jón Þorkelsson hóndi á Lýtings-
stöðum í SkagafirSi. Er tilgáta mín sú, að Hjálmar hafi ort kvæðið
um hann, en hann lézt 10. des. 1831 og hafði þá verið kvæntur Arn-
björgu Eiríksdóttur — síðar seinni konu Hallgríms Jónssonar læknis
- frá 13. ágúst sama ár,2 sem kemur heim við ummæli kvæðisins:
„ekta bands hvílu henni hj á / hafði ei lengi gist ...“ Dánardagur-
inn kemur að vísu ekki heim við það, sem Hjálmar segir við kvæð-
ið, en mögulegt er, að honum skjöplist þar, sem ekki væri einsdæmi
í handritum hans. — Næsta kvæði, Söngvísa, hvörnin heimurinn ...,
er að efni til nánast heimspekileg ádeila með hænarívafi á mismun-
un fólks eftir efnahag, og eru slíkar almennar heimsádeilur tíðar í
verkum Hjálmars frá yngri árum. í æskuverkum sínum af þessu
tagi er hann þó víðast heiftúðugur og hvass, sem dregur úr með
aldrinum, jafnframt því sem ádeilur hans beinast þá smám saman
fremur að einstökum mönnum eða afmarkaðri sviðum. Kemur
kvæðið heim við það, sem fyrir var vitað um þessa þróun, m. a. úr
mansöngvum Göngu-Hrólfs rímna, því að í því er ádeilunni stillt í
hóf og hún fremur leiðbeinandi en hatrömm, sem eykur áhrifamátt
verksins. I fyrsta erindi bregður Hjálmar og upp glöggri mynd af
einyrkjanum, sem skortir næði til skáldskapariðkana, auk þess sem
smekklega er haldið á andstæðunum hæfileikum búnir fátæklingar
og hæfileikasnauðir efnamenn, svo að kvæðið er vafalaust hið bita-
stæðasta af þeim, sem í handritinu standa. - Söngvísa um dýr-
mœti... og Lofgjörð skaparans eru sálmar, en fáir slíkir hafa varð-