Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 185
SKÍRNIR
RITDÓMAR
183
lýsingum, hugmyndaforða, aukinheldur aðferðum skáldsögunnar. Og texti leiks-
ins er að heita má samhljóða sögunni, engu sem heitið getur vikið við né
aukið við hann.
Yfirlit yfir efnislega samsvörun sögu og leiks má taka saman sem hér segir:
1. atriði Uu svarar til, eða tekur upp efni úr, 45ta kafla Kristni-
halds undir Jökli.
2. atriði: lsti, 2ar kafli.
3. atriði: 4ði, 5ti kafli.
4. atriði: 8di, 9di, llti kafli.
5. atriði: 12ti, 13di kafli.
6. atriði: 14di, 15di, 16di, 17di, 18di, 19di, 23ji kafli.
7. atriði: 20asti, 21sti, 24ði kafli.
8. atriði: 25ti, 26ti, 27di kafli.
9. atriði: 29di, 30asti, 31sti kafli.
10. atriði: 32ar, 33ji kafli.
11. atriði: 36ti, 37di, 38di kafli.
12. atriði: 38di, 39di kafli.
13. atriði: 41sti kafli.
14. atriði: 42ar, 43ji kafli.
15. atriði: 44ði, 45ti kafli.
Níu kaflar í skáldsögunni (3, 6, 7, 10, 22, 28, 34, 35, 40) eru ekki notfærðir
í leiknum.
Þetta fljótlega yfirlit gefur þegar til kynna veigamesta frávik leiksins frá
sögunni: Ua hefst í þeim punkti sem Kristnihaldi lýkur, þar sem sögumaður,
Umbi, er kominn „á heimsenda“.(l) Hann er genginn Úu á vald, kvikan í lífi
sjálfs hans runnin í einn þráð með skýrslu hans af kristnihaldi undir Jökli.
(15) Fyrir vikið er frá öndverðu ljós hlutdeild hennar í framvindu rökræðu
og atburða á sviðinu, að hún er aflvaki að baki leiknum - eins og heiti hans
gefur reyndar einnig til kynna. Á hinn bóginn er Úa engin dramatísk nýgerv-
ing Kristnihalds undir Jökli, nýsköpun úr efnivið skáldsögunnar, heldur furðu
náin leikræn endursögn hennar eins og yfirlitið hér á undan ber einnig með
sér. Af þessari aðferð að efninu ræðst hið vandmeðfarna hlutverk Umba, að
hann heldur í leiknum sögumannshlutverki sínu úr skáldsögunni: leikbrögð
eins og sífelld notkun hraðritunarkompu og segulbands í leiknum (t.a.m. 7,
8, 9, 10), framítökur biskups í leikinn (5, 6), „hálfleikin" atriði (3, 10) virð-
ast til þess eins ætluð að ítreka sífellt þessa stöðu Umba á mörkum sögu og
leiks.
Eins og kunnugt er var Kristnihald undir Jökli fyrsta skáldsaga Halldórs
Laxness eftir átta ára hlé frá skáldsagnagerð, hið lengsta á öllum ferli hans.
Á þessum árum, 1961-67, birti Ilalldór hins vegar þrjú leikrit, Strompleikinn,
Prjónastofuna Sólina og Dúfnaveizluna; Sjöstafakverið, smásögur; Skáldatíma
og framhald hans, íslendingaspjall; og ritgerðasafnið Upphaf mannúðarstefnu.
I Kristnihaldi virðist mér að látnar séu uppi einskonar niðurstöður af þess-
um verkum, tekin saman efni og hugmyndir sem verið höfðu í umræðu í leik-
ritum, smásögum og ritgerðum höfundarins á undanförnum árum. Hið frjáls-