Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1971, Page 185

Skírnir - 01.01.1971, Page 185
SKÍRNIR RITDÓMAR 183 lýsingum, hugmyndaforða, aukinheldur aðferðum skáldsögunnar. Og texti leiks- ins er að heita má samhljóða sögunni, engu sem heitið getur vikið við né aukið við hann. Yfirlit yfir efnislega samsvörun sögu og leiks má taka saman sem hér segir: 1. atriði Uu svarar til, eða tekur upp efni úr, 45ta kafla Kristni- halds undir Jökli. 2. atriði: lsti, 2ar kafli. 3. atriði: 4ði, 5ti kafli. 4. atriði: 8di, 9di, llti kafli. 5. atriði: 12ti, 13di kafli. 6. atriði: 14di, 15di, 16di, 17di, 18di, 19di, 23ji kafli. 7. atriði: 20asti, 21sti, 24ði kafli. 8. atriði: 25ti, 26ti, 27di kafli. 9. atriði: 29di, 30asti, 31sti kafli. 10. atriði: 32ar, 33ji kafli. 11. atriði: 36ti, 37di, 38di kafli. 12. atriði: 38di, 39di kafli. 13. atriði: 41sti kafli. 14. atriði: 42ar, 43ji kafli. 15. atriði: 44ði, 45ti kafli. Níu kaflar í skáldsögunni (3, 6, 7, 10, 22, 28, 34, 35, 40) eru ekki notfærðir í leiknum. Þetta fljótlega yfirlit gefur þegar til kynna veigamesta frávik leiksins frá sögunni: Ua hefst í þeim punkti sem Kristnihaldi lýkur, þar sem sögumaður, Umbi, er kominn „á heimsenda“.(l) Hann er genginn Úu á vald, kvikan í lífi sjálfs hans runnin í einn þráð með skýrslu hans af kristnihaldi undir Jökli. (15) Fyrir vikið er frá öndverðu ljós hlutdeild hennar í framvindu rökræðu og atburða á sviðinu, að hún er aflvaki að baki leiknum - eins og heiti hans gefur reyndar einnig til kynna. Á hinn bóginn er Úa engin dramatísk nýgerv- ing Kristnihalds undir Jökli, nýsköpun úr efnivið skáldsögunnar, heldur furðu náin leikræn endursögn hennar eins og yfirlitið hér á undan ber einnig með sér. Af þessari aðferð að efninu ræðst hið vandmeðfarna hlutverk Umba, að hann heldur í leiknum sögumannshlutverki sínu úr skáldsögunni: leikbrögð eins og sífelld notkun hraðritunarkompu og segulbands í leiknum (t.a.m. 7, 8, 9, 10), framítökur biskups í leikinn (5, 6), „hálfleikin" atriði (3, 10) virð- ast til þess eins ætluð að ítreka sífellt þessa stöðu Umba á mörkum sögu og leiks. Eins og kunnugt er var Kristnihald undir Jökli fyrsta skáldsaga Halldórs Laxness eftir átta ára hlé frá skáldsagnagerð, hið lengsta á öllum ferli hans. Á þessum árum, 1961-67, birti Ilalldór hins vegar þrjú leikrit, Strompleikinn, Prjónastofuna Sólina og Dúfnaveizluna; Sjöstafakverið, smásögur; Skáldatíma og framhald hans, íslendingaspjall; og ritgerðasafnið Upphaf mannúðarstefnu. I Kristnihaldi virðist mér að látnar séu uppi einskonar niðurstöður af þess- um verkum, tekin saman efni og hugmyndir sem verið höfðu í umræðu í leik- ritum, smásögum og ritgerðum höfundarins á undanförnum árum. Hið frjáls-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.