Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 77
SKÍRNIR KVÆÐAHANDRIT BÓLU-HJÁLMARS 75
veitzt frá Hjálmars hendi. Hinn fyrri fjallar um náðina og mikilvægi
grandvars lífernis, en hinn síðari er, eins og nafnið sýnir, lofgjörS
og bæn til drottins, sniSin eftir sálmi Stefáns Olafssonar, Himna rós,
leið og Ijós ... ,3 sem Hjálmar vísar til í lagboSa. - Loks er svo
kvæSiS Dedicatio, hlýleg vináttukveSj a til konu, sem hefur misst
mann sinn og nefnd er Björg. VirSist líklegast, aS þaS sé Björg
Jónsdóttir í Fremri-Kotum og Hjálmar hafi ort kvæSiS til hennar
eftir lát fyrri manns hennar, Jóns Stefánssonar, haustiS 1831.4
Hin tvö kvæSin í handritinu eru áSur þekkt, Þankabrot við jarð-
arför ... sem erfiljóSiS Þorbjörg Eiríksdóttir,5 og Afmœliskveðja
authoris ... sem Afmœlissöngur.G Hér er þaS kvæði þó verulega frá-
brugSiS áSur kunnri gerS, og ber þaS á milli, aS í henni er veitzt
harkalega aS sveitungum Hjálmars á æskuárum í EyjafirSi, sem
ekki er hér. Má vera, aS hún sé eldri en þessi og hafi Hjálmar kosiS
aS nema brott ádeilubroddinn úr kvæSinu, er hér var komiS. Þá
skal þess og getiS, aS í þessu kvæSi drepur Hjálmar á faSernismál
sitt (í 2.vísu),7 og einnig segist hann hér vera fæddur á fimmtudegi
(í 3. vísu), sem Jón Þorkelsson notaSi á sínum tíma til aS reyna aS
reikna út fæSingardag hans.8 Styrkist heimildargildi kvæðisins í
þessu tilliti vitaskuld viS þaS, aS þaS skuli nú vera komið í leitirnar
í eiginhandarriti Hjálmars. Mansöngur 16. Göngu-Hrólfs rímu, sem
hér er sérstakur, er og aS sjálfsögðu áður kunnur, en hann er einn
af þekktustu mansöngvum Hjálmars og Iýsir því, er tvær nornir,
Synd og Veröld, taka á móti höfundinum í fæðingu og skapa hon-
um örlög.
Um lagboða Hjálmars viS kvæðin er þess og enn aS geta, aS
„Lífsreglur hollar heyriS enn“ á viS 28. hugvekjusálm séra Sigurð-
ar Jónssonar í Presthólum,9 en „Sælir eru þeir allir nú“ og „Um
dauSann gef þú drottinn m[ér]“ eru sóttir til sálmabóka.10
Eins og hér er lýst, má telja verulegan feng aS fundi þessa hand-
rits. AS vísu eru þaS tæpast nein bókmenntaleg stórvirki, sem hér
hefur rekiS á fjörurnar, en eigi aS síður haglega gerð kvæði eftir
eitt af fremstu IjóSskáldum okkar frá síðustu öld. ÞaS sem varðveitt
er af kvæðum og lausavísum Hjálmars frá æskuárum og fram til
þess er hann flytur aS Nýjabæ í Austurdal (1824), getur ekki talizt
verulega merkt, heldur verSur aS líta á flest þau verk sem æfingar
byrjanda á skáldskaparsviðinu, sem enn hefur ekki tekið út fullan