Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 92
90
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
SKÍRNIR
ræðisátt en meirihlutinn á þingi 1887. En í sömu ræðu taldi Skúli
þó æskilegast, að ályktanir Þingvallafundarins í stj órnarskrármálinu
beindust fremur að aðalstefnunni en einstökum ákvæðum frum-
varpsins, „svo að eigi færi svo, að ályktanir Þingvallafundarins yrðu
eftir á notaðar sem vopn á móti málinu“. Meðferð Þingvallafund-
arins á stj órnarskrármálinu, að samþykkja ályktun einungis um
aðalstefnuna, er í fullu samræmi við þá skoðun, sem Skúli Thor-
oddsen lýsti í þessari ræðu. Þess ber og að gæta, að í lok framsögu-
ræðu sinnar í ályktunarumræðu Þingvallafundarins um stjórnar-
skrármálið sagði Skúli, að stjórnarskrárnefnd fundarins vildi„frem-
ur laða minnihlutamenn en hrinda þeim burtu“. Ef til vill hefur
komið til tals í nefndinni að fallast mætti á einhverjar þær breyt-
ingar frá fyrri stj órnarskrárfrumvörpum, sem stuðla kynnu að sam-
komulagi við minnihlutamenn. Að öðru leyti hafði það komið fram
á sumum undirbúningsfundum að Þingvallafundi þeim, er hér um
ræðir, að menn voru ekki alls kostar ánægðir með stjórnarskrár-
frumvörp endurskoðunarmanna þó fylgismenn þeirra væru að
meginstefnu til. Og þrátt fyrir þá samúð, sem vér hljótum að hafa
með þeim, er börðust fyrir endurskoðun hinnar gölluðu stjórnar-
skrár frá 1874, verða ekki allar ástæður andstæðinga þeirra að engu
metnar, ef með raunsæi er á málavexti litið.
Þingvallafundarmenn hafa ekki talið koma til mála að hverfa
aftur að óbreyttum stjórnarskipunarlögum þinganna 1885 og 86.
Hins vegar get ég ekki fallizt á þann skilning Odds Didriksens, að
fundurinn hafi ekki krafizt þess, að Alþingi fylgdi þeirri stefnu, sem
Benedikt Sveinsson beitti sér fyrir. Stefna hans var krafa um alinn-
lenda stjórn með ábyrgð fyrir Alþingi. Allt upp að konungi ekkert
erlent vald yfir sérmálum íslands. Þessi krafa var og aðalatriði í
ályktun Þingvallafundarins. Á þeim grundvelli skyldi stj órnarskrár-
málinu hiklaust haldið áfram, en afstaða minnihlutans 1887 var ein-
dregið fordæmd á fundinum, eins og Didriksen kemst réttilega að
orði. Baráttuaðferð sú, sem Þingvallafundurinn vildi beita, var ein-
mitt hin sama sem Benedikt Sveinsson taldi sjálfsagða, að halda
stj órnarskrármálinu fram í frumvarpsformi og setja ekki fyrir sig
kostnað við aukaþing, sem búast mátti við, að af því mundi leiða.
Að vísu mundi Benedikt helzt hafa kosið, að stj ómarskipunarlögum
þinganna 1885 og 86 yrði haldið fram lítt eða ekki breyttum, en