Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 60
58
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
eða ef til vill, hvað hann vildi sjálfur álíta, að gerzt hefði. Það voru
því hvorki Bernhard né Sutton, heldur Stresemann sjálfur, sem hyrj-
aði að velja staðreyndir. Ef til væru skýrslur Tsitséríns um sömu
samræður, yrði af þeim einungis ráðið, hvað hann áleit. Eftir væri
svo hlutur sagnfræðinganna að endurgera í huga sér raunverulega
atburðarás.
8. A þennan hátt hafa fyrri kynslóðir skammtað hinum síðari
staðreyndir um hvaðeina, sem þær telja sig vita um fortíðina.
Þetta hefur meðal annars landsnefndin síðari gert og þeir, sem skipti
áttu við hana. Sama hafa þeir gert, sem störfuðu í stj órnardeild-
unum, svo sem Rentukammeri.
Sú ályktun er fráleit, að sagan um fyrirhugaðan þjóðarflutning
sé alröng í gerð þeirra Hannesar Finnssonar og Magnúsar Stephen-
sens, af því að um hana finnist engin skjalagögn í stj órnardeildum
né í plöggum landsnefndarinnar síðari. Af þeirri staðreynd verður
einungis ein ályktun dregin: Að ekki haf i að mati landsnefndarmanna
eða embættismanna stjórnardeilda þótt ástæða til að færa neitt til
bókar um slíkar umræðurnéheldurhafifyrirætlanþessikomiztástig
opinberra bréfagerða. Ef fyrirætlanin hefur verið rædd meðal
embættismanna, hafa þær umræður einvörðungu verið óformlegar.
Embættismenn hafa með öðrum orðiun ekki metið umræðurnar
þess efnis, að þeim skyldi haldið til haga með framangreindum
hætti, en hins vegar bæði Hannes Finnsson og Magnús Stephensen
talið ástæðu til að láta þær ekki falla alveg í gleymsku. Og enn í
dag gerist nákvæmlega hið sama. Það eru ekki einungis sagnfræð-
ingarnir, sem velja staðreyndir eftir mati sínu og geðþótta, heldur
einnig þeir, sem sjálfir móta atburði sögunnar. Sérhver stjórnar-
stofnun, nefnd, eða ráð, velur staðreyndir til varðveizlu, svo og þeir
einstaklingar, sem hlut eiga að máli.7
Áður eru leidd að því rök, að Hannes Finnsson og Magnús
Stephensen megi teljast traustir heimildarmenn og frásagnir þeirra
traustar heimildir.
Með ýtrustu varkárni er vert að gera margvíslegan fyrirvara.
Segja má, að frásagnir þessar sanni ekki annað en Magnús Stephen-
sen og Hannes Finnsson hafi álitið, að þjóðarflutningurinn hafi
komið til tals, eða viljað, að aðrir álitu, að slík fyrirætlan hafi