Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 58
56
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
hagað lýsingu sinni eftir lífsviðhorfum sínum og þá sjálfsagt valið
þær staðreyndir öðrum fremur, sem komu heim við þau, enda
væru þær einar þess virði að varðveitast.
Annað dæmið, sem Carr nefnir, er úr sögu miðalda. Sagnfræð-
ingur festir á bók þann fróðleik, að þá hafi menn verið trúræknir í
bezta lagi. Gagnrýninn lesandi vill kynna sér hvernig hann viti þetta
og hvort satt sé. Kemur þá í ljós, að næstum allt, sem telst til stað-
reynda um miðaldasögu, hafa kynslóðir sagnameistara, annálarit-
ara og krönikuhöfunda hver eftir aðra valið handa síðari kynslóð-
um eftir eigin geðþótta. Allir hafa þeir verið handgengnir krist-
inni trú, kenningu hennar og daglegri iðkun. I augum þeirra var
trúarlíf manna öllu öðru mikilvægara. Hvers konar staðreyndum,
sem laut að því, bar að halda til haga, en hinar gátu að ósekju
legið í þagnargildi. Nú blasir við mynd hinna trúhneigðu miðalda-
manna, og henni verður ekki breytt. Þeir, sem trúðu því, að þannig
hefðu menn í reynd verið eða vildu a. m. k., að aðrir tryðu því,
hafa í eitt skipti fyrir öll valið eftir sínu höfði handa síðari kyn-
slóðum nær allar þær staðreyndir, sem nú eru til um þetta tímabil.
Þriðja dæmið, sem Carr nefnir, er af Gustav Stresemann, sem var
utanríkisráðherra Þjóðverja 1923-1929, er hann lézt. Hann lét eftir
sig óhemju magn skjala frá þeim árum, er hann var utanríkisráð-
herra. Eftir lát hans töldu bæði vinir og ættingjar rétt og skylt,
að varðveita minningu jafn ágæts manns með útgáfu þeirra. Ritara
hans, Bernhard að nafni, var fengið þetta hlutverk og innan þriggja
ára voru komin út þrjú þykk bindi, hvert að stærð um 600 síður,
er höfðu að geyma úrval skjala hans. Nefndist útgáfa þessi Arfur
Stresemanns (Stresemanns Vermachtnis). Arið 1945 féll þetta
skjalasafn í hendur Bretum og Bandaríkj amönnum, sem létu mynda
það og afhentu ljósritin þj óðskj alasöfnunum í London og Was-
hington. Eru því engin vandkvæði á að sjá, hvernig Bernhard stóð
að verki.
I skiptum við Vesturlönd hafði Stresemann náð miklum árangri,
en sama varð ekki sagt um skipti hans við Rússland.6 Þar hafði
enginn teljandi árangur orðið og því fátt gerzt, sem frásagnarvert
gat heitið. Af þessum ástæðum hafði Bernhard einkum valið þau
skjöl, sem lutu að skiptum við Vesturlönd, en lítt sinnt skjölum,
sem lutu að samskiptum við Sovétríkin. Staðreyndin er þó sú, að