Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 129
SKÍRNIR
ÞINGVALLAFUNDUR 1888
127
ATHUGASEMDIR
VIÐ FYRRI HLUTA ÞESSARAR RITGERÐAR,
SKÍRNI 1969
Bls. 184 1.17. Síra Jens Pálsson lét þess getið í Þjóðólfi 19. okt. 1888, að
hann hefði ekki yfirfarið það, sem í Þingvallafundartíðindum væri eftir sér
skráð í tollmálinu, af því að hann hefði ekki haft tækifæri til að ná í handrit
af því.
Bls. 188 1.11. A eftir orðinu konungi vantar töluna 20, sem átti að vísa til
athugasemdar aftan við ritgerðina.
Bls. 189 1. 9. bamskvak les barnakvak.
Bls. 197 1.11. stjórnarskrárbreytingu les stjórnarskrármálinu lýsti sér í
megnri óánægju yfir því, að annar þingmaður.
Bls. 217. Síra Arnór Arnason hirti í Isafold l.júní 1889 grein með fyrirsögn
„Athugasemd um alþýðumenntamálið á Þingvallafundi 1888“. Segir síra Arn-
ór, að þegar hann flutti ræðu sína í því máli, hafi ekki legið fyrir sú tillaga,
sem varð að ályktun fundarins, heldur önnur tillaga frá síra Páli Pálssyni. Sú
tillaga, sem síra Arnór segir frá, er á lausum miða í skjölum fundarins blýants-
skrifuð með hendi síra Páls og undirskrifuð af honum, en hennar er ekki
getið í handriti fundarritara og eðlilega ekki heldur í Þingvallafundartíðind-
um. Hún hljóðar svo:
„Fundurinn ályktar að skora á Alþingi að semja og samþykkja lög, er skipa
fyrir um alþýðumenntunarmálið."
Síra Arnór segir, að ræða sín í alþýðumenntunarmálinu hafi verið um þessa
tillögu og á móti henni, af því, að hann hafi talið tillöguna til þess flutta að
drepa málið. Enn fremur segir hann, að rangt sé haft eftir sér í Þingvalla-
fundartíðindum (og þá einnig í handriti fundarritara), þegar hann er látinn
segja, að hann vilji helzt ekki þessa föstu skóla. Fasta skóla segist hann ekki
hafa nefnt. En hann kveðst hafa sagt, að hann vildi ekki lögskipaða barna eða
unglingaskóla, heldur, að þingið styrkti með fjárframlögum þá skóla, er ein-
stakir menn eða sveitir kæmu á stofn.
Um þá tillögu, sem samþykkt var á fundinum, skal þess getið, að hún er
hripuð með hendi síra Páls í eyðu, sem skilin hefur verið eftir í handriti
fundarritara aftan við fyrri ræðu síra Páls, sem var fyrsta ræðan í málinu.
Hann mun fyrst hafa lagt fram þá tillögu, sem aðeins er á lausum miða, en
beðið fundarritara að skrá hana ekki, heldur skilja eftir eyðu í handriti sínu.
Eftir að síra Amór hafði talað hefur síra Páll lagt fram og sjálfur hripað í
eyðuna þá tillögu, sem fundurinn samþykkti.