Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 163
SKÍRNIR
ÍSLENZKAR BÓKMENNTIR ERLENDIS
161
fyrr einkum Hans Hylen, en í seinni tíð Ivar Orgland sem gefið
hefur út 7 ljóðasöfn íslenzkra skálda í þýðingu sinni. Fyrr voru
nefndar ljóðaþýðingar Ariane Wahlgren á sænsku, en Poul P. M.
Pedersen hefur tekið sér fyrir hendur að þýða flokk íslenzkra ljóða-
bóka á dönsku, og eru þrjár þegar komnar út.
Ennþá hafa ekki komið fram verulega mikilhæfir þýðendur ís-
lenzkra nútímabókmennta á ensku. Engu að síður hafa ýmsar eftir-
tektarverðar þýðingar verið gerðar, engin þeirra loflegri en þýðing
Einars Haugen á þremur leikritum eftir Jóhann Sigurjónsson,
Davíð Stefánsson og Agnar Þórðarson, Fire and Ice, 1967. Hinir
beztu þýðendur nú á dögum vinna verk sín af fagurfræðilegum
og bókmenntalegum ástæðum fremur en þjóðræknilegum, leitast
við að kynna og útbreiða íslenzkar og norrænar bókmenntir erlend-
is. Og viðgangur íslenzkra bókmennta erlendis á mest undir mikil-
hæfum þýðendum komið, þess umkomnum að bera kennsl á og
túlka á sínu máli bókmenntalega snilli lítillar þjóðar þar sem saman
fer aldalöng hefð skáldskapar og frumleg skáldsýn mannlegs lífs
og örlaga.
Dept. of Germanic Languages
University of Illinois Olafur Jónsson
Urbana, Iltinois, USA þýddi
P. M. Mitciieia er prófessor í germönskum málum og bókmenntum við
University of Illinois, Urbana, og ritstjóri Journal oj English and Germanic
Philology. Hann var um skeið nemandi Halldórs Hermannssonar í Cornell
University, en doktorsrit hans, University of Illinois, 1942, fjallaði um ís-
lenzkar fombókmenntir í Þýzkalandi 1789-1849. Meðal bóka hans eru A His-
tory of Danish Literature, 1957, A Bibliography of English Imprints of Den-
mark, 1960, og A Bibliography of 17th Century German Imprints in Denmark,
1969. - Greinina hér að framan samdi P. M. Mitchell að beiðni Skírnis, en
hann hefur áður flutt fyrirlestur um rannsóknir sínar í Reykjavík í árs-
byrjun 1970.
11