Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 102
100
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
SKÍRNIR
þakkarorð á milli sambandsins við Danmörku með öllum þess ann-
mörkum og svo vaxinnar verndar. Oss væri langhyggilegast aS
halda eindregiS og látlaust fram hinum hóflegu sjálfsforræSiskröf-
um vorum viS Danastjórn, en vera ekki aS neinu nýjungabralli þar
fram yfir eSa í aSra átt, þaS er snerti afstöSu landsins viS önnur
ríki. „Vér höfum þaS mál fram áSur langt um líSur,“ segir Isafold,
„ef vér erum nógu fastir fyrir og einbeittir.“
ÞjóSviljinn 24. apríl 1889 leggur í sama anda og Fjallkonan út
af þeim ummælum DagblaSsins, aS í mál væri takandi aS bjóSa
íslendingum fullan skilnaS viS Danaveldi. ÞjóSviljinn segir, aS
þetta sé meira en íslendingar hafi nokkru sinni vogaS aS nefna.
Hann telur þessi ummæli DagblaSsins hiS bezta orS úr þeirri átt,
sem íslendingar hafi fengiS í mörg herrans ár, meS því líka aS
ekki væri ætlandi, aS þau væru töluS út í bláinn heldur í fullri al-
vöru. I greinarlok snýr blaðiS máli sínu til landshöfðingj a og segir,
aS ef hann gæti áunniS þaS með för sinni á konungs fund, að
stjórnardeila vor fengi farsællegan enda, t. a. m. með því, aS vér
fengjum fullkominn skilnaS við Dani, „þá hefði enginn íslendingur
farið frægari ferð til fylkis garða“. ÞjóSviljinn flytur 13. og 21.maí
grein með fyrirsögn „SkilnaSurinn“ og gerir skilnaðarávörpin aS
umtalsefni. Hann tekur skilnaðarhugmyndinni í sjálfri sér miklu
betur en ísafold og spyr, hvort henni sé þaS gaman eða alvara aS
telja oss standa undir verndarvæng Dana. „Þó aS íslenzkt lýSveldi
stæði í skjóli einhverra annarra ríkja,“ segir ÞjóSviljinn, „hvaS
gætum vér þá misst, þó að þau vildu hafa einhverjar ívilnanir í
verndarskyni öðrum þjóðum fremur?“ „Danir reyta það sem reytt
verður úr landinu og njóta allra þeirra ívilnana, hvað atvinnuvegi
snertir, sem verndarþj óðin gæti frekast farið fram á.“ Telur ÞjóS-
viljinn sýnt, að skilnaðurinn gæti aldrei orðið oss til ills, því að
verra gæti eigi við tekið, „en ávinningurinn gæti aftur á móti orðið
ómetanlegur“, segir blaðið.
ÞjóSviljinn kveðst hafa tekið þetta fram af þvi, að hann teldi
alls kostar rangt af ísafold að slá sandi í augu almennings í þessu
máli. AnnaS mál væri, hvort það væri hyggilegt að fylgja fram
áskoruninni um skilnað eins og á stæði. Þeirri spurningu kveðst
ÞjóSviljinn verða að svara algjörlega neitandi. Hann sagði, að
þjóðin hefði á síðasta Þingvallafundi ákveðið stefnu þá, er þingið