Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 109
SKÍRNIR
ÞINGVALLAFUNDUR 1888
107
Hann viðurkennir, að auka þurfi tekjur landssjóðs, en vill leggja
„og það duglega“ á alla álnavöru og „kramið“, sem hann segir að
flutt séu hingað mestu kynstur af á hverju ári. Ef leggja ætti tolla
á okkar útfluttu vöru, telur hann að leggja ætti á dúninn.
Höfundur aðsendrar greinar um landsmál, sem birtist í Þjóð-
ólfi 3. maí undirrituð „Sveitarvilj i“ litur öðruvísi á kaffið en „Jökl-
ari“ í Isafold. „Sveitarvilj i“ viðurkennir að skoðanir séu skiptar
um kaffitollinn, en vegna þess, að allir húist við, að þingið hljóti
að taka til hans, sé það ósk og þrá sveitamannanna, að ef hann ætti
að koma, yrði hann hafður svo hár, að kaffi yrði framvegis alls
ekki keypt að minnsta kosti til sveita. 50-75 aurar á pundið sé hinn
minnsti tollur, sem þeir geri sig ánægða með, ef hann annars yrði
nokkur. Þá er greinarhöfundi illa við smjörlíki. „Gleymið ekki toll-
inum á óekta smjöri,“ eru niðurlagsorð greinarinnar. — Ritstjóri
Þjóðólfs andmælir í atliugasemd tillögunni um hinn háa kaffitoll.
Hann lítur sömu augum á tollmálin og ritstjóri ísafoldar.
I Norðurljósinu 29. apríl birtist grein með fyrirsögn „Um hag
landssjóðs“, undirrituð 0. S. & Co. Höfundur viðurkennir bágan
hag landssjóðs og að eina ráðið til úrbóta sé að auka tekjur hans.
Þar sem augljóst sé, að gagngerðar breytingar á skatta og toll-
málum þurfi meiri undirbúning en svo, að slíku stórmáli yrði á
viðhlítandi hátt ráðið til lykta á einu þingi, vill hann láta nægja
í bráð að hækka tolla á vínföngum og tóbaki, leggja toll á kaffi
og sykur, en enga eftirgjöf veita í einu eða neinu á þeim gjöldum
til landssjóðs, sem þegar voru í lögum. A liann þar sérstaklega við
ábúðar- og lausafjárskattinn, sem sumir vildu afnema. Þessar tillög-
ur miða að því að bæta fjárhag landssjóðs, en á smjörlíki vill grein-
arhöfundur leggja toll í öðrum tilgangi. Um það efni segir hann:
„Ef farið er á annað borð að brúka tolla til að sporna við skað-
ræðis og óhófsvöru, er réttlátt að tolla tilbúna smjörið, og það svo
rækilega, að nokkurn veginn taki fyrir innflutning þess. En það
er ekkert f j árhagsmál.“ Undirskrift greinarinnar sýnir, að höfundur
er Þingeyingur.3
011 blöð eru andvíg aðflutningsbanni á áfengi, og ekki hef ég
orðið þess var, að á þeim tíma, sem hér um ræðir, skrifi aðrir í
blöð því máli til varnar en Jón Ólafsson einn.
í alþýðumenntunarmálinu er helzt að geta frumvarps, sem Kenn-
arafélag íslands, er stofnað var í febrúarmánuði 1889, sendi frá sér