Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 56
54
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
7. Hafa verður fyrir satt, að engar skjallegar heimildir séu til
um fyrirhugaðan þjóðarflutning, hvorki í skjölum stjórnardeilda né
landsnefndarinnar síðari, og er ekki líklegt, að þær komi í leitirn-
ar úr þessu. En hvað sannar þetta? Sannar þetta, að ummæli þeirra
Hannesar Finnssonar og Magnúsar Stephensens séu alröng? Eða
sannar það einungis, hversu skjalasyrpur opinberra stofnana veita
ófullnægjandi vitneskju um liðinn tíma?
Það mega kallast viðurkennd sannindi, að æðsta skylda hvers
sagnaritara sé að draga fram staðreyndir. Þetta er einföld krafa og
skýr, en þó meiri vandkvæðum bundin en fljótt á litið mætti ætla.
Sagnfræðingurinn E. H. Carr bendir á það í bók sinni Hvað er
sagnfrœði? (What is History?), hvernig sagnfræðingar 19. aldar
hafi hrópað á staðreyndir. Að þeirra dómi hafi hið eina verðuga
viðfangsefni sagnfræðinnar verið að leiða í ljós staðreyndir um
liðinn tíma.5 Þetta var andóf gegn því, hvernig formælendur upp-
lýsingarstefnunnar höfðu leitazt við að sveigja söguritun til þjón-
ustu við hana, en saga mannkyns hafði í höndum þeirra orðið ein
allsherjar dæmisaga um ágæti upplýsingarinnar. Slík sagnaritun
hefur löngum verið iðkuð og er kölluð kennisaga. Lýsir hún oftast
betur sagnaritaranum sjálfum en atburðum þeim, sem um er fjallað.
Snemma á 19. öld varð mönnum almennt ljóst, hversu lítils virði
slík sagnaritun í raun og veru er. Hið eina verðuga viðfangsefni
væri að leita staðreynda um atburði liðins tíma, og í ákafa sínum
gengu menn til verks af helzt til mikilli bjartsýni. Nú skyldi sann-
leikurinn leiddur í ljós, og eftir átti að standa harður kjarni sögu-
legra staðreynda, óháður öllum skoðunum sagnaritarans og laus
við áhrif hvers konar túlkunar og mats. í öllu þessu kappi gáfu
menn sér engan tíma til að íhuga, hvað söguleg staðreynd eigin-
lega væri og hverra kosta væri völ í því að draga hana fram. Þetta
hafa menn hins vegar tekið að íhuga síðar og við það glatað nokkru
af bjartsýni 19. aldar.
Carr lætur þá skoðun í ljós, að vissulega séu til ákveðnar
grundvallarstaðreyndir, sem ávallt séu hinar sömu, hvaða sagna-
ritari sem í hlut eigi. Þessi sannindi geti kallazt eins konar heina-
grind sögunnar. Megi nefna sem dæmi þá staðreynd, að orustan
við Hastings hafi verið háð árið 1066. I þessu samhengi má eins
nefna, að Skaftáreldar hafi orðið árið 1783.