Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 124
122
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
SKÍRNIR
Ekki sést af heimildum, að nýir útflutningstollar eða hækkun
þeirra, sem fyrir voru, kæmi til tals á fleiri þingmálafundum en nú
var getið nema þingmálafundi Arnesinga, en þar var „tollur á út-
fluttum hrossum og sauðfé felldur með flestum atkvæðum,“ segir
í fundarskýrslunni.
Þó að þingmálafundir um allt land viðurkenndu þörf lands-
sjóðs á auknum tekjum og samþykktu tillögur um, að úr henni
yrði bætt, er þess ekki getið, að á neinum þingmálafundi væri
svo mikið sem ymprað á, að slíkar úrbætur skyldu framkvæmdar
með þeim hætti að auka beina skatta. Sumstaðar voru samþykktar
tillögur um að lækka eða afnema skatta, sem fyrir voru. Um þing-
málafund Sunnmýlinga er þess fyrr getið, að um leið og hann
samþykkti tolla á munaðarvörum, fór hann fram á afnám beinna
skatta sem frekast væri kostur á. Telja má víst, að fundarmenn
hafi haft í huga ábúðar- og lausafj árskattinn, en þeir skattar munu
hafa verið óvinsælir. Að vísu fóru fáir þingmálafundir heinlínis
fram á afnám þeirra, en ástæðan mun vera sú, að flestir hafa séð,
að eins og á stóð mundi það verða til einskis, að fara fram á að
svipta landssjóð gj aldstofnum. Á þingmálafundi Dalamanna var
tillaga um afnám beggja þessara skatta samþykkt eftir langar
umræður að við höfðu nafnakalli, „og sögðu allir já, nema Torfi
(Bjarnason) í Ólafsdal, séra Ólafur (Ólafsson) á Staðarhóli og
prófastur Jón Guttormsson,“ segir í fundarskýrslunni. Eins og
fyrr segir vildi einn af þingmálafundum Norður-Þingeyinga vinna
það til, að tollar yrðu lagðir á allar útflutningsvörur landsmanna,
ef ábúðar- og lausaf j árskattur fengist afnuminn. I skýrslu þingmála-
fundar Norðmýlinga segir, þegar greint hefur verið frá tillögum
hans um tollmál: „Margir voru líka á því að fá afnuminn ábúðar
og lausafjárskattinn,“ en ekki var þar samþykkt nein tillaga um
þetta. Þingmálafundur Rangæinga samþykkti að ráða þinginu
til að afnema lausafj árskattinn. Alveg einstök er samþykkt Vatn-
eyrarfundarins í Barðastrandarsýslu. Hann vildi í einu hljóði
lögleiða lestagjaldið aftur, en í þess stað aftaka ábúðarskattinn
með öllu. Þingmálafundur Árnesinga „áleit ekki gjörlegt að biðja
um lækkun á lausafjárskattinum fyrir næsta fj árhagstímabil,“ segir
í fundarskýrslunni. Um Vestur-Skaftfellinga skal þess getið, að
þingmálafundur Mýrdæla í Loftsalahelli var því meðmæltur, að