Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 127
SKÍRNIR
ÞINGVALLAFUNDUR 1888
125
og gagnfræðaskólar. Þingmáiafundur Sunnmýlinga skoraði á Al-
þingi að ráða sem fyrst til lykta skólamáli landsins með lögum,
en sagði ekkert um, hvernig þau lög ættu að vera. Hins vegar
skoraði sá fundur á þingið að veita Eiðaskólanum „tiltölulegan
styrk við aðra búnaðarskóla á landinu“.
Um Möðruvallaskólann voru skiptar skoðanir. Þó samþykkti
aðeins Flögufundur Vestur-Skaftfellinga beinlínis tillögu um að
leggja bann niður, en hún var samþykkt í einu hljóði á fundinum.
Þingmálafundur Mýramanna taldi heppilegast að flytja Möðru-
vallaskólann til Reykjavíkur og setja hann í samband við latínu-
skólann, en veita Flensborgarskólanum engan styrk „sem gagn-
fræðaskóla“. Þessu lík er samþykkt Broddanessfundarins í Stranda-
sýslu. Hann taldi æskilegt að flytja alla gagnfræðakennslu í land-
inu á einn stað, helzt til Reykj avíkur í samband við lærða skólann.
Á þingmálafundi Húnvetninga var afnámi Möðruvallaskólans
hreyft, en eigi var meirihluti fundarmanna með því. Samþykkt var
að skora á þingið að taka alþýðumenntunarmálið til alvarlegrar
íhugunar og sérstaklega að gera ráðstafanir til þess, að Möðruvalla-
skólinn yrði settur í samband við latínuskólann og að nemendur á
Möðruvöllum fengju „ölmusu styrk“. Þingmálafundur Eyfirð-
inga lagði til, að Möðruvallaskólinn yrði fluttur til Akureyrar,
en búnaðarskólinn á Hólum að Möðruvöllum. Eyfirðingar vildu eins
og Húnvetningar að Möðruvallaskólinn yrði settur í kennslusam-
band við lærða skólann í Reykjavík. Tveir af þingmálafundum
Norður-Þingeyinga mótmæltu afnámi Möðruvallaskólans og fóru
fram á, að honum yrði komið í hagfelldara liorf en þá var. Annar
þeirra funda lagði til, að hann yrði settur í samband við æðri
skóla. - Ekki er þess getið, að Flensborgarskólinn kæmi beinlínis til
tals á þingmálafundum nema hjá Mýramönnum.
Alþýðumenntunarmálið var ekki rætt á þingmálafundum Barð-
strendinga, Isfirðinga, Skagfirðinga né Suður-Þingeyinga. Ekki
heldur á þingmálafundum Vestur-Skaftfellinga, nema að Flögufund-
urinn samþykkti tillögu um afnám Möðruvallaskólans eins og fyrr
segir.
Um fjölgun þjóðkjörinna alþingismanna voru samþykktar tillög-
ur á þingmálafundi Suður-Þingeyinga, fjórum þingmálafundum
Norður-Þingeyinga, þingmálafundum Vestmannaeyinga og Rangæ-