Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 143
SKÍRNIR ÞETTA ER SÚ MÚSÍK . . . 141
allra siðferðislegra eða trúarlegra undirtóna. Þar felst engin „ideó-
lógía“.
Og þó, málið er kannski ekki svona einfalt. Að lokum er þess
getið, að nýbakað brauðið, sem stúlkan var að sækja, lá ósnert í
tréskjólu hennar, þegar hún fannst sofandi eftir meira en þrjú dæg-
ur. Áratugum seinna segist kronikuritarinn hafa spurt þessa kunn-
ingjakonu sína um ævintýri hennar á fjallinu, meðal annars hvers-
vegna hún hafi ekki á þessum þrem dægrum snert pottbrauðshleif-
inn, sem hefði getað enzt í heila viku:
Því sem manni er trúað fyrir, því er manni trúað fyrir, segir þá konan.
Spurníng: Getur maður aldrei orðið of húsbóndahollur?
Konan spyr á móti: Getur nokkur nokkurntíma verið nokkrum trúr nema
sjálíum sér? (90)
Samkvæmt ofangreindu viðtali er þokuævintýri Guðrúnar Jóns-
dóttur skáldskapur höfundarins — hann hefur þetta annarstaðar frá —
og þar með auðvitað einnig samtal hans við hana um þetta ævisögu-
atriði. Það er með öðrum orðum Laxness sjálfur, sem lætur hana
setja fram þessa kenningu um að vera sjálfum sér trúr. Og hér
grillir í eitthvað sem líkist „ideólógíu“. í fljótu bragði virðist
vera um að ræða mjög einfalda reglu. En við nánari athugun reyn-
ist ekki auðvelt að skilgreina hana. Hvað liggur bakvið þetta
„sjálfum sér“, hvað merkir það? Getur það haft nokkra ákveðna
merkingu, ef það er ekki tengt einhverju samfélagi, einhverju sam-
eiginlegu mati manna? Einsog tilsvarið birtist hér, skýringalaust,
mætti útaf fyrir sig skilja það sem vott um afstöðu, þar sem hver
maður er mælikvarði sjálfs sín, án tillits til annarra manna og skoð-
ana þeirra. En líklega er einungis átt við svo að segja náttúrlegt,
gamaldags heiðarlegt siðgæði með djúpar rætur í þjóðarsálinni.
Samt sem áður: að vera sjálfum sér trúr getur verið mjög tvírætt
eða marghliða hugtak.
Sú persóna í Innansveitarkroniku, sem kemst næst því að vera
„ideólóg“, er ef til vill Ólafur bóndi á Hrísbrú. Af kostulegri þrá-
kelkni andmælir hann niðurrifi Mosfellskirkj u: „Minn haus liggur
á Mosfelli, það er haus Egils Skallagrímssonar sem mosfellsprestar
stálu. Sá haus skal aldrei brotna.“ (61) En hvað þessi haus í raun
og veru merkir í augum Ólafs verður aldrei ljóst í sögunni, allra