Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 30
28
PETER HALLBERG
SKÍRNIR
Auðvitað verður við ákvörðun plús- og mínus-orða að taka tillit
til stærðar viðkomandi rita. Samkvæmt Marinu Mundt (bls. 47) er
samanlagður texti Heimskringlu, Eglu og Njálu um 6.7 sinnum um-
fangsmeiri en Laxdœla (57000 orð). Ef þannig orð finnst þrisvar í
Laxdœlu - en sú tíðni er í þessari rannsókn lágmark til þess að plús-
orð sé talið með — ættu dæmin að vera rúmlega 20 í samanburðar-
textunum til þess að ná sömu tíðni þar; væru þau hinsvegar ekki
nema 10, þá væri um plús-orð í Laxdœlu að ræða. - Óbundið mál
Heimslcringlu, Eglu og Njálu er samtals um 322000 orð. En með því
að fylgja Haugen, sem telur einnig bundið mál, vísur og kvæði,
hefur Marina Mundt stærð þessara texta um 66000 orð eða rúm-
lega 20 prósent meiri - þó að hún annars miði rannsókn sína, orða-
lista o. s. frv. einungis við óbundið mál. Samanburðartala hennar
hér að ofan - 6.7 - ætti að vera 5.6 í staðinn. Þ. e. a. s. krafa hennar
til plús-orðs í Laxdœlu er í raun og veru, að það sé 1.6 - en ekki 1.9
- sinnum algengara þar en í samanburðartextunum. Yfirleitt er
orðabók Haugens ekki allskostar heppileg til notkunar í tilgangi
Marinu Mundt. Þannig er orðið mikla þar bæði sagnorð og mynd
af lýsingarorðinu mikill; en vinna getur átt bæði við nafnorðið og
sagnorðið. Þegar um sex eða fleiri dæmi er að ræða, vísar Haugen
ekki heldur til blaðsíðna í textaútgáfunum, en gefur aðeins heildar-
tölu. í tilfellum slíkum sem mikla og vinna - og þau eru mörg — er
þá ekki hægt að sjá af orðalistanum tíðni ákveðins orðs. Þetta
hefur Marina Mundt að sjálfsögðu séð (bls. 45—46). En ef til vill
raska þessi atriði heildarmyndinni meira en nokkurn grunar.
Marina Mtmdt hefur sleppt úr listum sínum öllum þeim nafnorð-
um og lýsingarorðum, sem eru nöfn á ættum, löndum og þvíum-
líkt: Gilsbekkingakyn, hjaltlenzkr, Jótland. Hún sleppir einnig orð-
um lögfræðilegs eðlis, sem einungis eru í Njálu - t. d. löglýsing,
lögmcetr, lögvörn - en koma alls ekki fyrir í Heimskringiu, Laxdœlu,
Islendinga sögu, Hákonar sögu eða Knýtlingu (bls. 50). Slík tak-
mörkun virðist réttlætanleg, þar sem um er að ræða orð, sem eru
nátengd sérstöku efnisvali, en segja lítið sem ekkert um málvenjur
höfundarins; enda fylgir Marina Mundt hér öðrum fræðimönnum.
I heild sinni gefur samanburður hennar líklega góða hugmynd um
hvaða orð séu tiltölulega algeng eða óalgeng í Laxdœlu -
miðað við íslendingasögur og konungasögur yfirleitt.